Pressan á að líða vel eykst með hækkandi sól Gunnþórunn Jónsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2019 16:00 Grétar Björnsson félagsfræðingur. Grétar Björnsson er félagsfræðingur að mennt og er um þessar mundir að ná sér í kennararéttindi við Háskóla Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina glímt við andlega erfiðleika, en náði sér á strik og hefur undanfarin ár búið við góða andlega heilsu. Grétar hefur heyrt sögur margra, sem glíma við andlega erfiðleika, um hvað árstíðaskiptin hafa mikil áhrif á þá. „Ég hef heyrt marga tala um það að þeir upplifi að birtan og sumarið hafi í för með sér væntingar sem ekki er auðvelt að standa undir. Fólk sem er kannski með krónískt þunglyndi eða kvíða, það getur orðið enn meiri pressa með hækkandi sól að líða vel og hafa gaman. Það að sjá alla í kringum sig vera að njóta sumarsins á meðan þér líður illa. Þetta eru alveg algengar tilfinningar held ég,“ útskýrir Grétar. „Ég held að það eigi almennt við um fólk sem er að ganga í gegn um einhverja persónulega erfiðleika, þeir fara ekkert í burtu frá þér þó það sé einhver sól og oft getur það bara aukið á vanlíðanina að vera ekki með. Halda að allir aðrir hafi það bara frábært og þú sért einhvern veginn ekki með.“ Grétar segir þetta þó ekki gerast yfir nótt, að minnsta kosti ekki í sínu tilfelli. „Þetta er meira ferli og gerist ekki á einum sólardegi. Ég man þegar ég var yngri þá var ég að glíma við miklar geðsveiflur. Ég var sjaldan í jafnvægi, oftast hátt uppi eða langt niðri. Ég hef upplifað bæði á vorin og í byrjun sumars, þegar birtan verður meiri, að ég hef farið í mikla geðhæð. Þá hefur það lýst sér þannig að ég hef hraðari hugsanir, aukna vellíðan, en keyri samt fram úr mér. Það hefur verið hættulegt,“ segir Grétar og lýsir því að um mitt sumar hafi hann verið búinn með batteríin. „Svo hef ég líka upplifað það að vera í geðlægð þegar góði tíminn kemur. Hækkandi sól, vorið, frábæra veðrið og allt það og það hefur verið mjög erfitt. Það er þessi samfélagslega pressa, að allt eigi að vera svo frábært af því að sólin skín og þú ert ekki með og maður setur svo mikla pressu á sjálfan sig. Allt á að vera svo frábært en það gengur ekki. Ég tel það ekkert endilega bara tengt andlegum erfiðleikum. Það er fullt af samfélagshópum, sem líður ekki vel, og líður verr á þessum árstíma,“ segir Grétar og tekur dæmi af vinkonu sinni sem er að ganga í gegnum skilnað. „Árstíminn eykur á vanlíðan hennar. Það væri auðveldara fyrir hana ef það væri bara rigning og rok. Ég þekki svo aðra manneskju sem er bundin við rúmið út af bakverkjum; ég var að tala við hana í dag og hún sagði líka að það væri auðveldara ef það væri bara eins og síðasta sumar, bara dimmt og grátt af því hún er soldið föst heima fyrir. Síðan hef ég talað við annan vin minn sem er einstæðingur, honum líður betur á veturna af því hann hefur kannski engan til að gleðjast með á þessum tíma. Svo er fullt af alls konar fólki, til dæmis aldraðir sem eru kannski búnir að missa orkuna. Það eru þessar væntingar að allt eigi að vera svo frábært og síðan gerist það ekki fyrir þig. Það eykur á erfiðleikana. Það eru vonbrigði og brostnar væntingar.“Hættulegur samanburður Grétar bendir á að hægt sé að takast á við erfiðleika og fólk verði að miða við sjálft sig en ekki aðra. „Maður má ekki vera að detta í þessar bilaðslegu viðmiðanir. Af því að einhver póstaði mynd af sér á Instagram að fá sér ís og þú varst heima og komst ekki út. Það þýðir ekki að það hafi verið svo gaman hjá honum en glatað hjá þér því þú varst heima og komst ekki út. Þetta er hættulegur samanburður. Ef þér líður vel, farðu út og njóttu sólarinnar. Ef þér líður ekki vel þá er ástæða fyrir því sem þú þarft að horfast í augu við og takast á við. Þegar manni líður illa er það seinasta sem maður á að gera að berja sjálfan sig niður. Maður þarf að takast á við þetta með skynsemi, þolinmæði og rökhugsun.“ Heilsa Samfélagsmiðlar Veður Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Grétar Björnsson er félagsfræðingur að mennt og er um þessar mundir að ná sér í kennararéttindi við Háskóla Íslands. Hann hefur í gegnum tíðina glímt við andlega erfiðleika, en náði sér á strik og hefur undanfarin ár búið við góða andlega heilsu. Grétar hefur heyrt sögur margra, sem glíma við andlega erfiðleika, um hvað árstíðaskiptin hafa mikil áhrif á þá. „Ég hef heyrt marga tala um það að þeir upplifi að birtan og sumarið hafi í för með sér væntingar sem ekki er auðvelt að standa undir. Fólk sem er kannski með krónískt þunglyndi eða kvíða, það getur orðið enn meiri pressa með hækkandi sól að líða vel og hafa gaman. Það að sjá alla í kringum sig vera að njóta sumarsins á meðan þér líður illa. Þetta eru alveg algengar tilfinningar held ég,“ útskýrir Grétar. „Ég held að það eigi almennt við um fólk sem er að ganga í gegn um einhverja persónulega erfiðleika, þeir fara ekkert í burtu frá þér þó það sé einhver sól og oft getur það bara aukið á vanlíðanina að vera ekki með. Halda að allir aðrir hafi það bara frábært og þú sért einhvern veginn ekki með.“ Grétar segir þetta þó ekki gerast yfir nótt, að minnsta kosti ekki í sínu tilfelli. „Þetta er meira ferli og gerist ekki á einum sólardegi. Ég man þegar ég var yngri þá var ég að glíma við miklar geðsveiflur. Ég var sjaldan í jafnvægi, oftast hátt uppi eða langt niðri. Ég hef upplifað bæði á vorin og í byrjun sumars, þegar birtan verður meiri, að ég hef farið í mikla geðhæð. Þá hefur það lýst sér þannig að ég hef hraðari hugsanir, aukna vellíðan, en keyri samt fram úr mér. Það hefur verið hættulegt,“ segir Grétar og lýsir því að um mitt sumar hafi hann verið búinn með batteríin. „Svo hef ég líka upplifað það að vera í geðlægð þegar góði tíminn kemur. Hækkandi sól, vorið, frábæra veðrið og allt það og það hefur verið mjög erfitt. Það er þessi samfélagslega pressa, að allt eigi að vera svo frábært af því að sólin skín og þú ert ekki með og maður setur svo mikla pressu á sjálfan sig. Allt á að vera svo frábært en það gengur ekki. Ég tel það ekkert endilega bara tengt andlegum erfiðleikum. Það er fullt af samfélagshópum, sem líður ekki vel, og líður verr á þessum árstíma,“ segir Grétar og tekur dæmi af vinkonu sinni sem er að ganga í gegnum skilnað. „Árstíminn eykur á vanlíðan hennar. Það væri auðveldara fyrir hana ef það væri bara rigning og rok. Ég þekki svo aðra manneskju sem er bundin við rúmið út af bakverkjum; ég var að tala við hana í dag og hún sagði líka að það væri auðveldara ef það væri bara eins og síðasta sumar, bara dimmt og grátt af því hún er soldið föst heima fyrir. Síðan hef ég talað við annan vin minn sem er einstæðingur, honum líður betur á veturna af því hann hefur kannski engan til að gleðjast með á þessum tíma. Svo er fullt af alls konar fólki, til dæmis aldraðir sem eru kannski búnir að missa orkuna. Það eru þessar væntingar að allt eigi að vera svo frábært og síðan gerist það ekki fyrir þig. Það eykur á erfiðleikana. Það eru vonbrigði og brostnar væntingar.“Hættulegur samanburður Grétar bendir á að hægt sé að takast á við erfiðleika og fólk verði að miða við sjálft sig en ekki aðra. „Maður má ekki vera að detta í þessar bilaðslegu viðmiðanir. Af því að einhver póstaði mynd af sér á Instagram að fá sér ís og þú varst heima og komst ekki út. Það þýðir ekki að það hafi verið svo gaman hjá honum en glatað hjá þér því þú varst heima og komst ekki út. Þetta er hættulegur samanburður. Ef þér líður vel, farðu út og njóttu sólarinnar. Ef þér líður ekki vel þá er ástæða fyrir því sem þú þarft að horfast í augu við og takast á við. Þegar manni líður illa er það seinasta sem maður á að gera að berja sjálfan sig niður. Maður þarf að takast á við þetta með skynsemi, þolinmæði og rökhugsun.“
Heilsa Samfélagsmiðlar Veður Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”