Plastið flutt til útlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:30 Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna. Umhverfisstofnun réðst nýlega í verkefni undir merkjum Inspired by Iceland þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka íslensku lúxusvöruna kranavatnið. Verkefnið er frábært enda hefur mér löngum þótt óþolandi að fylgjast með ferðamönnum kaupa vatn í plastflöskum á uppsprengdu verði með tilheyrandi sóun á plasti. Á hverri mínútu eru um milljón plastflöskur keyptar í heiminum – brot þeirra skilar sér í endurvinnslu. Plastflöskur sem voru seldar árið 2016 voru í raun svo margar að ef þú raðaðir þeim hverri ofan á aðra næði plastlengjan hálfa leið til sólarinnar. Og aðeins sjö prósent leiðarinnar skilaði sér í endurvinnslu! Plast er ekki alslæmt, það er frábær uppfinning og hefur t.a.m. komið í veg fyrir mikla matarsóun og nýst vel í læknavísindum svo dæmi séu tekin. Að lýsa plastinu stríði á hendur er þess vegna öfgafullt. En við þurfum ekki á öllu því plasti sem við notum í dag að halda, og eigum að leggja okkur fram við að skila öllu plasti sem við notum til endurvinnslu. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum en það stendur á hinu opinbera að huga að heildstæðum lausnum til endurvinnslu á plasti hér á landi þar sem m.a. er horft til kolefnisfótspors. Allt plast sem safnast til endurvinnslu frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum er í dag flutt til annarra ríkja, ef frá er talið rúllubaggaplast sem er í dag endurunnið af íslensku nýsköpunarfyrirtæki. Markaður fyrir plast og aðrar endurunnar vörur hefur verið stopull og á síðustu misserum hefur mikið af plastinu farið til brennslu, með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Mikið af plasti sem ætlað er til endurvinnslu í heiminum endar í hafinu og því virðist eftirliti með endursölumörkuðum með plast vera ábótavant. Úr þessu verður að bæta, hreint og óspillt haf og líferni er hagsmunamál Íslendinga dagsins í dag og framtíðarinnar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun