Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 12:47 Sumarbústaður brann í Skorradal fyrir tveimur árum. Vísir/JóiK Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira