Íslandsbanki styrkir þrettán nema Birgir Olgeirsson skrifar 11. júní 2019 10:27 Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðs námsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála. Íslandsbanki Þrettán námsmenn, sem er í framhalds- og háskólum, hafa hlotið styrk hjá Íslandsbanka en þeir voru valdir úr hópi 470 umsækjenda. Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum. Þrír styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver, fimm styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver og fimm styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver. Dómnefndina skipaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Guðlaugur Örn Hauksson, starfsþróunarstjóri Íslandsbanka og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni. Dómnefndin hafði fjölmarga þætti til hliðsjónar við valið. Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðs námsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála. Fjögur heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna voru einnig höfð til hliðsjónar við valið en Íslandsbanki hefur innleitt fjögur heimsmarkmið inn í stefnu bankans. Þau markmið eru; aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og uppbygging og nýsköpun.Nemendurnir þrettán eru:Sigurrós Halldórsdóttir Sigurrós hefur verið virk í íþróttum og félagsstarfi alla tíð. Hún hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, spilað með meistaraflokk HK/Víking og var í fiðlunámi í Suzukiskólanum. Siggurós stundar nú blindflugsnám hjá Billund Air Center í Danmörku og lærir þar blindflug á þyrlu og stefnir á að vinna hjá Landhelgisgæslunni í framtíðinni.Bjarki Daníel Þórarinsson Bjarki Daníel stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur ásamt því að taka virkan þátt í félagslífi MR, en Bjarki situr meðal annars í jafnréttisnefnd skólans. Bjarki hefur meðal annars æft handbolta með Gróttu og stundað nám á básúnu. Í framtíðinni stefnir Bjarki á að fara í háskólanám sem tengist heilbrigðisgeiranum.Alexandra Rós Norðkvist Alexandra stundar nám við hinn nýstofnaða menntaskóla í tónlist og lærir þar á þrjú hljóðfæri, trommur, trompet og gítar. Hún hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur bæði í bóklega náminu og í tónlist. Alexandra stefnir á að vinna í kringum kvikmyndir og leikhús auk þess að ferðast um heiminn og kynnast fjölbreyttum tónlistarstefnum.Smári Snær Sævarsson Smári útskrifaðist með framúrskarandi einkunn frá Verslunarskóla Íslands vorið 2018 og stundar nú nám við Háskóla Íslands í hagnýtri stærðfræði og samhliða því námi stefnir hann á að ljúka BS prófi í tölvunarfræði. Eftir útskrift úr HÍ stefnir Smári á framhaldsnám í Stanford eða Columbia. Smári hefur verið virkur í félagslífi í gegnum sína skólagöngu, meðal annars hefur hann starfað sem sjálfboðaliði í ungmennabúðum Lions á Ítalíu og setið í hinum ýmsu stjórnum í grunn- og framhaldsskóla.Sólrún Arnarsdóttir Sólrún hefur fengið inngöngu í textílhönnun við Central Saint Martins í Bretlandi. Sólrún hefur sett sér háleit markmið, að hafa áhrif á textíliðnaðinn þannig að hann verði að sjálfbæru hringrásarkerfi en eins og staðan er núna er iðnaðurinn mjög mengandi. Svo sannarlega flott markmið sem við vonum svo sannarlega að verði að veruleika.Gríma Irmudóttir Gríma hefur alla tíð haft áhuga á kvikmyndagerð og ljósmyndun og stundar hún nú fjölmiðlanám og kvikmyndagerð við Listaháskólann í London. Lokaverkefni hennar mun fjalla um einstaklinga í fjórum löndum sem gera allt til þess að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Frá fjölskyldu sem stundar sjálfsþurftarbúskap til pólitíkusa sem hafa hætt að ferðast með flugvélum.Björn Áki Jósteinsson Björn stundar nám í verkfræðilegri eðlisfræði við Háskóla Íslands. Samhliða námi hefur Björn starfað sem stundakennari við HÍ og mun nú í vor starfa við rannsóknir hjá doktor Friðriki Magnússyni. Björn stundar fjallamennsku og skíðagöngu af krafti og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum. Björn stefnir á framhaldsnám í verkfræðilegri eðlisfræði eða skammtafræði.Alec Elías Sigurðarson Alec stundar nám í efnafræði við Háskóla Íslands en efnafræði hefur verið Alec mjög hugleikin alla tíð. Hann hefur meðal annars verið í landsliði Íslands í efnafræði og verið hluti af sprengigenginu sem sér um efnafræðisýningar fyrir almenning. Samhliða námi hefur Alec tekið virkan þátt í félagslífi skólans.Freyja Björk Dagbjartsdóttir Freyja Björk hefur lengi haft áhuga á raunvísindum og loftslagsmálum og í haust mun hún hefja doktorsnám í efnaverkfræði við Cambrigde háskóla. Í framtíðinni vonast Freyja til þess að geta nýtt þekkingu sína og reynslu til þess að taka þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar og leita fjölbreyttra orkulausna.Valentin Oliver Loftsson Valentin hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hann stundar nú meistaranám í gagnavísindum við EPFL háskólann í Sviss. Eitt markmið sem Valentin hefur sett sér í náminu er að auka gæði og bæta aðgengi að menntun í heiminum og er tungumál sá þáttur menntunar sem Valentin langar til að einblína á.Árni Freyr Gunnarsson Árni byrjar í doktorsnámi í haust í stærðfræðilegri erfðafræði og hagnýtingu í læknavísindum við Oxford háskóla. Hann hefur meðal annars starfað við rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu og hyggst hann halda áfram rannsóknum með fram námi sem munu stuðla að því að umbylta meðferðarúrræðum í heilbrigðisgeiranum.Sigríður Diljá Vagnsdóttir Sigríður stundar meistaranám í íslenskukennslu við Háskóla Íslands. Sigríður er öflugur námsmaður sem brennur fyrir kennarastarfinu. Meðalaldur framhaldsskólakennara er yfir 50 ár og því mikilvægt að fá inn ungt fólk eins og Sigríði í kennslu. Fólk sem hefur sterka faglega þekkingu og hæfileikann til að miðla henni.Sigfús Helgi Kristinsson Sigfús Helgi er í doktorsnámi í talmeina- og taugafræði við háskólann í Suður-Karólínu og starfar samhliða náminu við rannsóknir á málstoli. Eftir námið hyggst hann á starfsferil sem helgaður er rannsóknum á forspárþáttum fyrir bata hjá einstaklingum með málstol í kjölfar heilablóðfalls og á taugakerfi tungumáls í heilanum. Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þrettán námsmenn, sem er í framhalds- og háskólum, hafa hlotið styrk hjá Íslandsbanka en þeir voru valdir úr hópi 470 umsækjenda. Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum. Þrír styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver, fimm styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver og fimm styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver. Dómnefndina skipaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Guðlaugur Örn Hauksson, starfsþróunarstjóri Íslandsbanka og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni. Dómnefndin hafði fjölmarga þætti til hliðsjónar við valið. Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðs námsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála. Fjögur heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna voru einnig höfð til hliðsjónar við valið en Íslandsbanki hefur innleitt fjögur heimsmarkmið inn í stefnu bankans. Þau markmið eru; aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og uppbygging og nýsköpun.Nemendurnir þrettán eru:Sigurrós Halldórsdóttir Sigurrós hefur verið virk í íþróttum og félagsstarfi alla tíð. Hún hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, spilað með meistaraflokk HK/Víking og var í fiðlunámi í Suzukiskólanum. Siggurós stundar nú blindflugsnám hjá Billund Air Center í Danmörku og lærir þar blindflug á þyrlu og stefnir á að vinna hjá Landhelgisgæslunni í framtíðinni.Bjarki Daníel Þórarinsson Bjarki Daníel stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur ásamt því að taka virkan þátt í félagslífi MR, en Bjarki situr meðal annars í jafnréttisnefnd skólans. Bjarki hefur meðal annars æft handbolta með Gróttu og stundað nám á básúnu. Í framtíðinni stefnir Bjarki á að fara í háskólanám sem tengist heilbrigðisgeiranum.Alexandra Rós Norðkvist Alexandra stundar nám við hinn nýstofnaða menntaskóla í tónlist og lærir þar á þrjú hljóðfæri, trommur, trompet og gítar. Hún hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur bæði í bóklega náminu og í tónlist. Alexandra stefnir á að vinna í kringum kvikmyndir og leikhús auk þess að ferðast um heiminn og kynnast fjölbreyttum tónlistarstefnum.Smári Snær Sævarsson Smári útskrifaðist með framúrskarandi einkunn frá Verslunarskóla Íslands vorið 2018 og stundar nú nám við Háskóla Íslands í hagnýtri stærðfræði og samhliða því námi stefnir hann á að ljúka BS prófi í tölvunarfræði. Eftir útskrift úr HÍ stefnir Smári á framhaldsnám í Stanford eða Columbia. Smári hefur verið virkur í félagslífi í gegnum sína skólagöngu, meðal annars hefur hann starfað sem sjálfboðaliði í ungmennabúðum Lions á Ítalíu og setið í hinum ýmsu stjórnum í grunn- og framhaldsskóla.Sólrún Arnarsdóttir Sólrún hefur fengið inngöngu í textílhönnun við Central Saint Martins í Bretlandi. Sólrún hefur sett sér háleit markmið, að hafa áhrif á textíliðnaðinn þannig að hann verði að sjálfbæru hringrásarkerfi en eins og staðan er núna er iðnaðurinn mjög mengandi. Svo sannarlega flott markmið sem við vonum svo sannarlega að verði að veruleika.Gríma Irmudóttir Gríma hefur alla tíð haft áhuga á kvikmyndagerð og ljósmyndun og stundar hún nú fjölmiðlanám og kvikmyndagerð við Listaháskólann í London. Lokaverkefni hennar mun fjalla um einstaklinga í fjórum löndum sem gera allt til þess að lifa umhverfisvænum lífsstíl. Frá fjölskyldu sem stundar sjálfsþurftarbúskap til pólitíkusa sem hafa hætt að ferðast með flugvélum.Björn Áki Jósteinsson Björn stundar nám í verkfræðilegri eðlisfræði við Háskóla Íslands. Samhliða námi hefur Björn starfað sem stundakennari við HÍ og mun nú í vor starfa við rannsóknir hjá doktor Friðriki Magnússyni. Björn stundar fjallamennsku og skíðagöngu af krafti og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum. Björn stefnir á framhaldsnám í verkfræðilegri eðlisfræði eða skammtafræði.Alec Elías Sigurðarson Alec stundar nám í efnafræði við Háskóla Íslands en efnafræði hefur verið Alec mjög hugleikin alla tíð. Hann hefur meðal annars verið í landsliði Íslands í efnafræði og verið hluti af sprengigenginu sem sér um efnafræðisýningar fyrir almenning. Samhliða námi hefur Alec tekið virkan þátt í félagslífi skólans.Freyja Björk Dagbjartsdóttir Freyja Björk hefur lengi haft áhuga á raunvísindum og loftslagsmálum og í haust mun hún hefja doktorsnám í efnaverkfræði við Cambrigde háskóla. Í framtíðinni vonast Freyja til þess að geta nýtt þekkingu sína og reynslu til þess að taka þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar og leita fjölbreyttra orkulausna.Valentin Oliver Loftsson Valentin hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hann stundar nú meistaranám í gagnavísindum við EPFL háskólann í Sviss. Eitt markmið sem Valentin hefur sett sér í náminu er að auka gæði og bæta aðgengi að menntun í heiminum og er tungumál sá þáttur menntunar sem Valentin langar til að einblína á.Árni Freyr Gunnarsson Árni byrjar í doktorsnámi í haust í stærðfræðilegri erfðafræði og hagnýtingu í læknavísindum við Oxford háskóla. Hann hefur meðal annars starfað við rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu og hyggst hann halda áfram rannsóknum með fram námi sem munu stuðla að því að umbylta meðferðarúrræðum í heilbrigðisgeiranum.Sigríður Diljá Vagnsdóttir Sigríður stundar meistaranám í íslenskukennslu við Háskóla Íslands. Sigríður er öflugur námsmaður sem brennur fyrir kennarastarfinu. Meðalaldur framhaldsskólakennara er yfir 50 ár og því mikilvægt að fá inn ungt fólk eins og Sigríði í kennslu. Fólk sem hefur sterka faglega þekkingu og hæfileikann til að miðla henni.Sigfús Helgi Kristinsson Sigfús Helgi er í doktorsnámi í talmeina- og taugafræði við háskólann í Suður-Karólínu og starfar samhliða náminu við rannsóknir á málstoli. Eftir námið hyggst hann á starfsferil sem helgaður er rannsóknum á forspárþáttum fyrir bata hjá einstaklingum með málstol í kjölfar heilablóðfalls og á taugakerfi tungumáls í heilanum.
Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira