Segja bróður Kim Jong-un hafa verið uppljóstrara fyrir CIA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 09:06 Kim Jong-nam árið 2007. Ashai Shimbun/Getty Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið. Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið.
Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira