Golden State minnkaði muninn eftir spennutrylli Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 06:00 Curry var geggjaður í nótt. vísir/getty Ríkjandi NBA-meistarar, Golden State Warriors, eru enn á lífi í úrslitaeinvíginu gegn Toronto Raptors en Warriors unnu fimmta leik liðanna í nótt, 106-105. Toronto var komið í 3-1 í einvíginu og hefði með sigri á heimavelli í kvöld getað tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta sinn en allt kom fyrir ekki. Það var fínn kraftur í Golden State í fyrsta leikhlutanum og þeir voru sex stigum yfir eftir hann. Þeir voru einnig sex stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 62-56. Heimamenn minnkuðu hægt og rólega metin í síðari hálfleik og komust yfir er fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þeir náðu mest sex stiga forystu í leiknum en meistararnir voru ekki hættir.The @warriors outlast Toronto in a fantastic finish to Game 5 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! #StrengthInNumbers Game 6: Thursday (6/13), 9pm/et, ABC & TSN pic.twitter.com/R2FS6ma8qu — NBA (@NBA) June 11, 2019 Stephen Curry og Klay Thompson tóku leikinn í sínar hendur. Þeir settu fjórar þriggja stiga körfur í röð og það var einmitt þriggja stiga karfa frá Klay Thompson sem breytti stöðunni úr 103-103 í 106-103, Golden State í vil. Kyle Lowey náði að minnka muninn niður í eitt stig, 106-105, með sniðskoti en nær komust þeir ekki og Golden State því búið að minnka muninn í 3-2.BANG pic.twitter.com/ZgX0sCzHrq — Golden State Warriors (@warriors) June 11, 2019 Stephen Curry var magnaður í liði Golden State. Hann gerði 31 stig en auk þess tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Meistararnir urðu fyrir áfalli í leiknum er Kevin Durant meiddist á hásin. Í liði Toronto var það Kawhi Leonard, einu sinni sem oftar, var stigahæstur. Hann gerði 26 stig og tók þar að auki tólf fráköst. Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í Golden State.The @warriors (2-3) go ahead late and win Game 5 on the road! Game 6: Thursday (6/13), 9pm/et, ABC & TSN#StrengthInNumbers#NBAFinalspic.twitter.com/dcaZfIJlHY — NBA (@NBA) June 11, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Ríkjandi NBA-meistarar, Golden State Warriors, eru enn á lífi í úrslitaeinvíginu gegn Toronto Raptors en Warriors unnu fimmta leik liðanna í nótt, 106-105. Toronto var komið í 3-1 í einvíginu og hefði með sigri á heimavelli í kvöld getað tryggt sér NBA-titilinn í fyrsta sinn en allt kom fyrir ekki. Það var fínn kraftur í Golden State í fyrsta leikhlutanum og þeir voru sex stigum yfir eftir hann. Þeir voru einnig sex stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 62-56. Heimamenn minnkuðu hægt og rólega metin í síðari hálfleik og komust yfir er fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þeir náðu mest sex stiga forystu í leiknum en meistararnir voru ekki hættir.The @warriors outlast Toronto in a fantastic finish to Game 5 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! #StrengthInNumbers Game 6: Thursday (6/13), 9pm/et, ABC & TSN pic.twitter.com/R2FS6ma8qu — NBA (@NBA) June 11, 2019 Stephen Curry og Klay Thompson tóku leikinn í sínar hendur. Þeir settu fjórar þriggja stiga körfur í röð og það var einmitt þriggja stiga karfa frá Klay Thompson sem breytti stöðunni úr 103-103 í 106-103, Golden State í vil. Kyle Lowey náði að minnka muninn niður í eitt stig, 106-105, með sniðskoti en nær komust þeir ekki og Golden State því búið að minnka muninn í 3-2.BANG pic.twitter.com/ZgX0sCzHrq — Golden State Warriors (@warriors) June 11, 2019 Stephen Curry var magnaður í liði Golden State. Hann gerði 31 stig en auk þess tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Meistararnir urðu fyrir áfalli í leiknum er Kevin Durant meiddist á hásin. Í liði Toronto var það Kawhi Leonard, einu sinni sem oftar, var stigahæstur. Hann gerði 26 stig og tók þar að auki tólf fráköst. Næsti leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í Golden State.The @warriors (2-3) go ahead late and win Game 5 on the road! Game 6: Thursday (6/13), 9pm/et, ABC & TSN#StrengthInNumbers#NBAFinalspic.twitter.com/dcaZfIJlHY — NBA (@NBA) June 11, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira