Myrkraverk á Svörtuloftum Örn Karlsson skrifar 11. júní 2019 08:00 Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur.
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun