21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun