Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 14:39 Vettel vildi meina að hann hefði átt að vinna Kanadakappaksturinn. vísir/getty Lewis Hamilton á Mercedes bar sigur úr býtum í sjöundu keppni ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Kanada í gær. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu og datt því niður í 2. sætið. Sá þýski var afar ósáttur með refsinguna og ætlar Ferrari að áfrýja henni. Samherji Vettels hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð þriðji og Valtteri Bottas á Mercedes fjórði. Hamilton hefur unnið þrjár keppnir í röð og fimm af sjö keppnum tímabilsins. Bottas vann hinar tvær og Mercedes hefur því hrósað sigri í öllum keppnum ársins. Hamilton er með forystu keppni ökuþóra. Hann er með 162 stig en Bottas er annar með 133 stig. Vettel er í 3. sætinu með 100 stig. Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiða. Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir kappaksturinn í Kanada á Stöð 2 Sport í gær, þ.á.m. refsinguna umdeildu, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan. Formúla Tengdar fréttir Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes bar sigur úr býtum í sjöundu keppni ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Kanada í gær. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu og datt því niður í 2. sætið. Sá þýski var afar ósáttur með refsinguna og ætlar Ferrari að áfrýja henni. Samherji Vettels hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð þriðji og Valtteri Bottas á Mercedes fjórði. Hamilton hefur unnið þrjár keppnir í röð og fimm af sjö keppnum tímabilsins. Bottas vann hinar tvær og Mercedes hefur því hrósað sigri í öllum keppnum ársins. Hamilton er með forystu keppni ökuþóra. Hann er með 162 stig en Bottas er annar með 133 stig. Vettel er í 3. sætinu með 100 stig. Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiða. Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir kappaksturinn í Kanada á Stöð 2 Sport í gær, þ.á.m. refsinguna umdeildu, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Formúla Tengdar fréttir Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19