Hættum ohf-væðingunni Magnús Már Guðmundsson skrifar 2. júlí 2019 07:45 Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar