Raketta án priks Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar