Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Ari Brynjólfsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða „Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30