Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:24 Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. Vísir/ap Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“ Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“
Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39