Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Valur 1-2 | Birnir Snær hetja Valsmanna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 30. júní 2019 22:15 HK-ingar hafa verið sterkir í Kórnum. vísir/bára Valur vann dramatískan sigur á HK í kvöld, 1-2, þar sem sigurmarkið kom úr lokaskoti leiksins. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Heimamenn voru ögn sterkari framan af en Valsmenn sóttu aðeins í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn en hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennilegt marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Það dró til tíðinda strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Ásgeir Marteinsson kom heimamönnum yfir. HK fékk tilvalið tækifæri á hraðri sókn eftir hornspyrnu Valsmanna og þeir nýttu sér það að nær allir leikmenn Vals voru mættir inní teig. Bjarni Gunnarsson tók sprettinn upp hægri kanntinn og með honum var Ásgeir Marteinsson sem kláraði færið eftir fyrirgjöfina frá Bjarna. Staðan þá orðin 1-0 fyrir HK. Valur jafnaði leikinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Lasse Petry með skot utan teigs alveg út við stöng þar sem Arnar Freyr náði ekki að verja frá honum. Eftir markið datt leikurinn niður aftur en gestirnir þó líklegri til að bæta við öðru marki. Það stefndi allt í jafntefli í Kórnum en staðan var 1-1 þegar 5 mínútur voru liðnar af uppbótartímanum. HK pressaði stíft á loka mínútunum og fengu þónokkur færi til að stela sigrinum. HK liðið var komið hátt upp á völlinn í lokasókninni þegar Valur fékk eitt loka færi. Varamaðurinn, Birnir Snær Ingason, tók boltann með sér upp vinstri vænginn og skoraði glæsilegt lokamark með skoti utan teigs í fjær hornið. Leikurinn var flautaður af eftir markið og Valur fagnaði innilega dramatískum sigri á HK, 1-2.Af hverju vann Valur? Það er erfitt að gefa Val mikið hrós fyrir leikinn en þeir nýttu þessi tvö færi sem þeir fengu og uppskáru eftir því. HK var ívið betri aðilinn í leiknum og geta verið svekktir að hafa ekki tekið í það minnsta eitt stig úr þessum leikHverjir stóðu upp úr?Leifur Andri Leifsson, var frábær í vörninni hjá HK í dag. Valsmenn náðu ekki að skapa sér neitt innan teigs í kringum hann í dag. Lasse Petry og Kristinn Freyr Sigurðsson voru fínir inná miðsvæðinu hjá Val sem og miðverðirnir, Eiður Aron og Hedlund enn það var engin sem stóð uppúr í liði gestanna.Hvað gekk illa? Það vantaði smá sjálfstraust í leikmenn Vals, þeir voru litlausir í leiknum. Leikmenn voru að sparka boltanum frá sér, fundu ekki samherja og náðu ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir geta verið mjög ánægðir með þessi þrjú stig eftir spilamennskuna í þessum leik. Hvað er framundan? Það er nágrannaslagur framundan í Pepsi-Max deildinni þegar Breiðablik tekur á móti HK en Valur fær þá KA í heimsókn á Hlíðarenda. Brynjar Björn var svekktur með úrslitin.vísir/báraBrynjar Björn: óútskýranleg niðurstaðaBrynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, átti erfitt með að koma svekkelsi sínu í orð eftir leik „Þetta er óútskýranleg niðurstaða eftir þennann leik, miðað við færi og spilamennsku. Það er ótrúlegt að við höfum ekki fengið jafntefli hérna í dag. Við fengum gott færi þar sem boltinn fór yfir, við erum ennþá í sókn og boltinn þarf ekki annað en að fara út af svo að leikurinn klárist en í staðinn komast þeir upp í sókn og skora“ sagði Brynjar um loka mínútu leiksins Það stefndi allt í jafntefli en miðað við hvernig leikurinn þróaðist hefði Brynjar Björn ekki endilega verið sáttur með þá niðurstöðu. Hann segir það hreint út sagt ótrúlegt að þeir hafi ekki fengið í það minnsta eitt stig eftir þennann leik „Jafntefli hefði ekkert sérstaklega sanngjarnt en það hefði verið ásættanleg niðurstaða úr því sem komið var“ „Það sem gerist er bara að Birnir kemst upp vinstri vænginn, nær skoti á markið og skorar. Þetta var sennilega annað skotið á markið í leiknum sem Valur átti“ sagði Brynjar Björn, ansi svekktur með lokaniðurstöðu leiksins HK var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag sem gerir tapið enn sárar fyrir Brynjar og hans menn. Liðið var að spila vel og segir Brynjar sem hrósar sínum leikmönnum fyrir frammistöðuna í leiknum „Ég get ekki verið annað en ángæður með leikinn. Hann spilaðist nákvæmlega eins og við settum hann upp og við fengum ágætis möguleika. Við skorum gott mark úr hraðaupphlaupi og fengum góð færi í stöðunni 1-1„ „Að fá svo ekki neitt útúr þessum leik, það er ekki hægt að komast yfir það núna 5 mínútum eftir leik.“ sagði Brynjar Björn að lokum Ólafur Jóhannessonvísir/báraÓli Jóh: Loksins datt eitthvað með okkur„Þetta var mjög tæpt“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, að leik loknum „Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt það er ekki spurt að því en loksins datt eitthvað með okkur, það hefur ekki verið þannig hingað til.“ Óli tekur undir að þetta hafi ekki verið drauma frammistaða hjá Val í dag en þeir gerðu það sem þurfti og tekur Óli sáttur við þessum þremur stigum „Þetta var engin glansleikur en við tökum stigin þrjú og það er það sem skiptir“ Þrátt fyrir að Valur eigi að teljast töluvert betra lið en HK í deildinni þá segir Óli að engin munur sé á þessum liðum heldur séu þau að berjast á svipuðum stað í töflunni „Við vorum í botninum líka svo við erum á sama grundvelli og þessi lið. Allir leikir eru bara erfiðir núna“ „Þetta hefur verið erfitt sumar og ég er ánægður með það að við séum að ná tveimur sigur leikjum.“ sagði Ólafur að lokum Pepsi Max-deild karla
Valur vann dramatískan sigur á HK í kvöld, 1-2, þar sem sigurmarkið kom úr lokaskoti leiksins. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Heimamenn voru ögn sterkari framan af en Valsmenn sóttu aðeins í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn en hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennilegt marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Það dró til tíðinda strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Ásgeir Marteinsson kom heimamönnum yfir. HK fékk tilvalið tækifæri á hraðri sókn eftir hornspyrnu Valsmanna og þeir nýttu sér það að nær allir leikmenn Vals voru mættir inní teig. Bjarni Gunnarsson tók sprettinn upp hægri kanntinn og með honum var Ásgeir Marteinsson sem kláraði færið eftir fyrirgjöfina frá Bjarna. Staðan þá orðin 1-0 fyrir HK. Valur jafnaði leikinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Lasse Petry með skot utan teigs alveg út við stöng þar sem Arnar Freyr náði ekki að verja frá honum. Eftir markið datt leikurinn niður aftur en gestirnir þó líklegri til að bæta við öðru marki. Það stefndi allt í jafntefli í Kórnum en staðan var 1-1 þegar 5 mínútur voru liðnar af uppbótartímanum. HK pressaði stíft á loka mínútunum og fengu þónokkur færi til að stela sigrinum. HK liðið var komið hátt upp á völlinn í lokasókninni þegar Valur fékk eitt loka færi. Varamaðurinn, Birnir Snær Ingason, tók boltann með sér upp vinstri vænginn og skoraði glæsilegt lokamark með skoti utan teigs í fjær hornið. Leikurinn var flautaður af eftir markið og Valur fagnaði innilega dramatískum sigri á HK, 1-2.Af hverju vann Valur? Það er erfitt að gefa Val mikið hrós fyrir leikinn en þeir nýttu þessi tvö færi sem þeir fengu og uppskáru eftir því. HK var ívið betri aðilinn í leiknum og geta verið svekktir að hafa ekki tekið í það minnsta eitt stig úr þessum leikHverjir stóðu upp úr?Leifur Andri Leifsson, var frábær í vörninni hjá HK í dag. Valsmenn náðu ekki að skapa sér neitt innan teigs í kringum hann í dag. Lasse Petry og Kristinn Freyr Sigurðsson voru fínir inná miðsvæðinu hjá Val sem og miðverðirnir, Eiður Aron og Hedlund enn það var engin sem stóð uppúr í liði gestanna.Hvað gekk illa? Það vantaði smá sjálfstraust í leikmenn Vals, þeir voru litlausir í leiknum. Leikmenn voru að sparka boltanum frá sér, fundu ekki samherja og náðu ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir geta verið mjög ánægðir með þessi þrjú stig eftir spilamennskuna í þessum leik. Hvað er framundan? Það er nágrannaslagur framundan í Pepsi-Max deildinni þegar Breiðablik tekur á móti HK en Valur fær þá KA í heimsókn á Hlíðarenda. Brynjar Björn var svekktur með úrslitin.vísir/báraBrynjar Björn: óútskýranleg niðurstaðaBrynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, átti erfitt með að koma svekkelsi sínu í orð eftir leik „Þetta er óútskýranleg niðurstaða eftir þennann leik, miðað við færi og spilamennsku. Það er ótrúlegt að við höfum ekki fengið jafntefli hérna í dag. Við fengum gott færi þar sem boltinn fór yfir, við erum ennþá í sókn og boltinn þarf ekki annað en að fara út af svo að leikurinn klárist en í staðinn komast þeir upp í sókn og skora“ sagði Brynjar um loka mínútu leiksins Það stefndi allt í jafntefli en miðað við hvernig leikurinn þróaðist hefði Brynjar Björn ekki endilega verið sáttur með þá niðurstöðu. Hann segir það hreint út sagt ótrúlegt að þeir hafi ekki fengið í það minnsta eitt stig eftir þennann leik „Jafntefli hefði ekkert sérstaklega sanngjarnt en það hefði verið ásættanleg niðurstaða úr því sem komið var“ „Það sem gerist er bara að Birnir kemst upp vinstri vænginn, nær skoti á markið og skorar. Þetta var sennilega annað skotið á markið í leiknum sem Valur átti“ sagði Brynjar Björn, ansi svekktur með lokaniðurstöðu leiksins HK var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag sem gerir tapið enn sárar fyrir Brynjar og hans menn. Liðið var að spila vel og segir Brynjar sem hrósar sínum leikmönnum fyrir frammistöðuna í leiknum „Ég get ekki verið annað en ángæður með leikinn. Hann spilaðist nákvæmlega eins og við settum hann upp og við fengum ágætis möguleika. Við skorum gott mark úr hraðaupphlaupi og fengum góð færi í stöðunni 1-1„ „Að fá svo ekki neitt útúr þessum leik, það er ekki hægt að komast yfir það núna 5 mínútum eftir leik.“ sagði Brynjar Björn að lokum Ólafur Jóhannessonvísir/báraÓli Jóh: Loksins datt eitthvað með okkur„Þetta var mjög tæpt“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, að leik loknum „Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt það er ekki spurt að því en loksins datt eitthvað með okkur, það hefur ekki verið þannig hingað til.“ Óli tekur undir að þetta hafi ekki verið drauma frammistaða hjá Val í dag en þeir gerðu það sem þurfti og tekur Óli sáttur við þessum þremur stigum „Þetta var engin glansleikur en við tökum stigin þrjú og það er það sem skiptir“ Þrátt fyrir að Valur eigi að teljast töluvert betra lið en HK í deildinni þá segir Óli að engin munur sé á þessum liðum heldur séu þau að berjast á svipuðum stað í töflunni „Við vorum í botninum líka svo við erum á sama grundvelli og þessi lið. Allir leikir eru bara erfiðir núna“ „Þetta hefur verið erfitt sumar og ég er ánægður með það að við séum að ná tveimur sigur leikjum.“ sagði Ólafur að lokum
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti