Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:45 Jonathan Glenn, framherji ÍBV. vísir/daníel þór Það var heilmikið undir fyrir bæði lið þegar ÍBV tók á móti Stjörnumönnum úr Garðabænum á Hásteinsvelli í dag. Heimamenn að berjast fyrir lífi sínu á botni deildarinnar á meðan Stjörnumenn sátu í 4.sæti og þurftu sigur til að halda í við efstu lið. Leikurinn fór af stað með miklu jafnræði milli liðanna en fyrstu tilraunir leiksins voru aðallega skot utan af velli. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn að fyrsta alvöru færið leit dagsins ljós þegar Þorsteinn Már Ragnarsson fékk boltann eftir mistök í vörn Eyjamanna en skot hans fór framhjá stönginni fjær. Nokkrum mínútum síðar fékk Sölvi Snær Guðbjargarson enn betra færi eftir að Hilmar Árni Halldórsson lagði boltann á hann inni í teig heimamanna en skot hans vel yfir markið. Þarna voru gestirnir ívið betri og sóttu meira en án árangurs. Stuttu fyrir hálfleik komst Daníel Laxdal í fínt færi þegar hann var einn og óvaldaður á fjærstönginni eftir hornspyrnu en skot hans á lofti endaði í hliðarnetinu. Þorsteinn Már var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma eftir að Sindri Snær Magnússon átti slakan skalla til baka ætlaðan Rafael Veloso í markinu. Þorsteinn komst inn í sendinguna og keyrði inn að marki en skotið lélegt og boltinn í hendur Rafael. Þetta reyndist það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og var Hilmar Árni nálægt því að koma Stjörnumönnum yfir þegar misheppnuð hreinsun Rafael í markinu endaði við fætur hans. Hilmar var fljótur að hugsa og reyndi að vippa boltanum yfir markvörðinn sem og hann gerði en boltinn hárfínt framhjá markinu. Eftir rétt rúmlega klukkustundarleik átti Priestley Keithley, miðjumaður ÍBV, frábært skot utan af velli sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar misreiknaði. Boltinn hafnaði í þverslánni og þaðan niður á línu og út í teig. Þar beið Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður Eyjamanna. Sigurður lagði boltann fyrir sig og skaut að marki en Martin Rauschenberg, fyrirliði gestanna var mættur niður á línu og náði að hreinsa. Hreint ótrúleg björgun hjá Dananum í vörn Stjörnunnar. Þegar tæplega korter eftir lifði leiks dró til tíðinda. Boltinn berst inn í teig heimamanna og Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV, og Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, berjast um boltann sem verður til þess að Víðir tekur Brynjar Gauta niður og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki var erfitt að segja. Hilmar Árni fór á punktinn og skoraði örugglega. Eftir þetta dró af liði ÍBV. Stjörnumenn sátu sterkir og svöruðu öllu því sem Eyjamenn höfðu upp á að bjóða. Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði Garðbæinga, gerði svo út um leikinn eftir 83. mínútna leik þegar hann boltinn barst fyrir fætur hans á miðjum vellinum eftir misheppnaða sendingu Telmo Castanheira. Guðmundur lagði af stað einn síns liðs gegn vörn Eyjamanna, hreinlega dansaði framhjá Sindra Snæ og vippaði snyrtilega yfir Rafael í markinu. Staðan orðin 0-2 og leikurinn svo gott sem búinn. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu það sem eftir lifði leiks en án þess að skapa hættu við mark gestanna. Leiknum lauk því með sigri Stjörnumanna sem fara glaðir í Herjólf með 3 stig í pokanum.Pedro: Enn og aftur Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.Rúnar Páll: Toppliðin eru langt á undan okkur „Við fengum alveg urmul af færum í fyrri hálfleik sem við náum ekki að nýta," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við töluðum um það í hálfleik að vera þolinmóðir. Markið kæmi. Miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik myndi markið alltaf koma. Við myndum alltaf fá færin til að skora mark. Ég er hrikalega ánægður með að klára þennan leik. Það er erfitt að koma hingað til Eyja. Við gerðum þetta bara vel og héldum hreinu sem var gríðarlega skemmtilegt.” „Ég veit það ekki,” sagði Rúnar um vítaspyrnudóminn. „Það er alltaf umdeild þegar lið fá vítaspyrnu. Mér fannst vera þetta ágætis bakhrinding. Maður er kannski ekki alveg hlutlaus, en mér fannst það. Síðan skorum við náttúrulega frábært mark sem Guðmundur skorar. Stórkostlega gert í alla staði hjá honum. Þá er staðan orðin 2-0, sanngjarnt.” Stigin sem í boði voru voru mikilvæg báðum liðum, þó fyrir mismunandi sakir. Fyrir Eyjamenn að halda sér á lífi og fyrir Stjörnumenn að halda í við toppliðin. Eða hvað? „Við erum ekkert að pæla í þessum toppliðum. Þau eru langt á undan okkur. Við erum bara að sigla okkar sjó og reyna að hala inn eins mörgum stigum og við getum í þessum leikjum. Næsti leikur er á föstudaginn á móti Grindavík, heima, og þar ætlum við að reyna að fá einhver stig.” Meiðsli hafa herjað á herbúðir Garðbæinga undanfarið. Nú þegar félagaskiptaglugginn er að opnast bjuggust kannski einhverjir við að inn kæmu ný andlit en svo virðist ekki vera. „Nei. Ekki neitt. Við erum bara flottir. Við erum með góðan hóp og það sést vel núna. Við erum að stilla upp okkar liði og þetta er hópurinn í dag. Það eru margir meiddir en samt náum við að stilla upp gríðarlega sterku liði og sterkir menn á bekknum. Við erum bara með góðan hóp,” sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var heilmikið undir fyrir bæði lið þegar ÍBV tók á móti Stjörnumönnum úr Garðabænum á Hásteinsvelli í dag. Heimamenn að berjast fyrir lífi sínu á botni deildarinnar á meðan Stjörnumenn sátu í 4.sæti og þurftu sigur til að halda í við efstu lið. Leikurinn fór af stað með miklu jafnræði milli liðanna en fyrstu tilraunir leiksins voru aðallega skot utan af velli. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn að fyrsta alvöru færið leit dagsins ljós þegar Þorsteinn Már Ragnarsson fékk boltann eftir mistök í vörn Eyjamanna en skot hans fór framhjá stönginni fjær. Nokkrum mínútum síðar fékk Sölvi Snær Guðbjargarson enn betra færi eftir að Hilmar Árni Halldórsson lagði boltann á hann inni í teig heimamanna en skot hans vel yfir markið. Þarna voru gestirnir ívið betri og sóttu meira en án árangurs. Stuttu fyrir hálfleik komst Daníel Laxdal í fínt færi þegar hann var einn og óvaldaður á fjærstönginni eftir hornspyrnu en skot hans á lofti endaði í hliðarnetinu. Þorsteinn Már var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma eftir að Sindri Snær Magnússon átti slakan skalla til baka ætlaðan Rafael Veloso í markinu. Þorsteinn komst inn í sendinguna og keyrði inn að marki en skotið lélegt og boltinn í hendur Rafael. Þetta reyndist það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum. Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og var Hilmar Árni nálægt því að koma Stjörnumönnum yfir þegar misheppnuð hreinsun Rafael í markinu endaði við fætur hans. Hilmar var fljótur að hugsa og reyndi að vippa boltanum yfir markvörðinn sem og hann gerði en boltinn hárfínt framhjá markinu. Eftir rétt rúmlega klukkustundarleik átti Priestley Keithley, miðjumaður ÍBV, frábært skot utan af velli sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar misreiknaði. Boltinn hafnaði í þverslánni og þaðan niður á línu og út í teig. Þar beið Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður Eyjamanna. Sigurður lagði boltann fyrir sig og skaut að marki en Martin Rauschenberg, fyrirliði gestanna var mættur niður á línu og náði að hreinsa. Hreint ótrúleg björgun hjá Dananum í vörn Stjörnunnar. Þegar tæplega korter eftir lifði leiks dró til tíðinda. Boltinn berst inn í teig heimamanna og Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV, og Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, berjast um boltann sem verður til þess að Víðir tekur Brynjar Gauta niður og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki var erfitt að segja. Hilmar Árni fór á punktinn og skoraði örugglega. Eftir þetta dró af liði ÍBV. Stjörnumenn sátu sterkir og svöruðu öllu því sem Eyjamenn höfðu upp á að bjóða. Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði Garðbæinga, gerði svo út um leikinn eftir 83. mínútna leik þegar hann boltinn barst fyrir fætur hans á miðjum vellinum eftir misheppnaða sendingu Telmo Castanheira. Guðmundur lagði af stað einn síns liðs gegn vörn Eyjamanna, hreinlega dansaði framhjá Sindra Snæ og vippaði snyrtilega yfir Rafael í markinu. Staðan orðin 0-2 og leikurinn svo gott sem búinn. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu það sem eftir lifði leiks en án þess að skapa hættu við mark gestanna. Leiknum lauk því með sigri Stjörnumanna sem fara glaðir í Herjólf með 3 stig í pokanum.Pedro: Enn og aftur Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.Rúnar Páll: Toppliðin eru langt á undan okkur „Við fengum alveg urmul af færum í fyrri hálfleik sem við náum ekki að nýta," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Við töluðum um það í hálfleik að vera þolinmóðir. Markið kæmi. Miðað við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik myndi markið alltaf koma. Við myndum alltaf fá færin til að skora mark. Ég er hrikalega ánægður með að klára þennan leik. Það er erfitt að koma hingað til Eyja. Við gerðum þetta bara vel og héldum hreinu sem var gríðarlega skemmtilegt.” „Ég veit það ekki,” sagði Rúnar um vítaspyrnudóminn. „Það er alltaf umdeild þegar lið fá vítaspyrnu. Mér fannst vera þetta ágætis bakhrinding. Maður er kannski ekki alveg hlutlaus, en mér fannst það. Síðan skorum við náttúrulega frábært mark sem Guðmundur skorar. Stórkostlega gert í alla staði hjá honum. Þá er staðan orðin 2-0, sanngjarnt.” Stigin sem í boði voru voru mikilvæg báðum liðum, þó fyrir mismunandi sakir. Fyrir Eyjamenn að halda sér á lífi og fyrir Stjörnumenn að halda í við toppliðin. Eða hvað? „Við erum ekkert að pæla í þessum toppliðum. Þau eru langt á undan okkur. Við erum bara að sigla okkar sjó og reyna að hala inn eins mörgum stigum og við getum í þessum leikjum. Næsti leikur er á föstudaginn á móti Grindavík, heima, og þar ætlum við að reyna að fá einhver stig.” Meiðsli hafa herjað á herbúðir Garðbæinga undanfarið. Nú þegar félagaskiptaglugginn er að opnast bjuggust kannski einhverjir við að inn kæmu ný andlit en svo virðist ekki vera. „Nei. Ekki neitt. Við erum bara flottir. Við erum með góðan hóp og það sést vel núna. Við erum að stilla upp okkar liði og þetta er hópurinn í dag. Það eru margir meiddir en samt náum við að stilla upp gríðarlega sterku liði og sterkir menn á bekknum. Við erum bara með góðan hóp,” sagði Rúnar Páll að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti