Miðflokkurinn kominn á mikið flug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. júní 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins. visir/vilhelm Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Miðflokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal flokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Samfylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niðurstöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosningar. Ég hef trú á því að ef flokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaðamótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturshneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við ríkisstjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbending fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira