Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júní 2019 22:00 Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“ Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“
Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30