Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið í morgun að hann vildi selja rekstur Íslandspósts til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Í tísti sagði hann þá jafnframt að ríkið ætti ekki að vera í rekstri á samkeppnismarkaði. Til þess þurfi að vera alveg sérstök rök.
„Þau eru ekki til staðar á markaði við að dreifa bréfsendingum, pökkum og bögglum.“
Ríkið á ekki að vera í rekstri á samkeppnismarkaði. Til þess þarf alveg sérstök rök. Þau eru ekki til staðar á markaði við að dreifa bréfsendingum, pökkum og bögglum.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 27, 2019
„Þetta er ekki valkostur sem ég hef séð fyrir mér. Ég lít svo að Íslandspóstur sé núna í því ferli að gera miklar umbætur á rekstrinum sem ég tel löngu tímabærar og nauðsynlegar,“ segir Katrín.