Grænir skattar eru loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. júní 2019 08:00 Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skattar og tollar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Til að takast á við hamfarahlýnun þurfum við margs konar lausnir. Ein þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma á fót grænum sköttum sem hvetja til umhverfisvænni ákvarðana. Þetta er mikilvæg loftslagsaðgerð sem markar vatnaskil.Urðunarskattur dregur úr losun Það að urða úrgang er versti kosturinn í úrgangsmálum fyrir loftslagið. Best er að draga úr neyslu, þá að nota hlutina aftur (t.d. gera við þá eða kaupa notaða hluti) og því næst að endurvinna úrganginn (breyta t.d. plasti aftur í plast). Þar á eftir kemur endurnýting (m.a. að breyta úrganginum í orku) og allra sísti kosturinn er síðan urðun. Þegar úrgangur er urðaður myndast gróðurhúsalofttegundir og raunar er slík losun alls um 7% af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Með því að skattleggja urðun, líkt og nú verður gert, myndast hvati til að nota hluti aftur og endurvinna. Það skiptir miklu. Minna er urðað og þá dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hingað til hefur verið alltof ódýrt að losa sig við óflokkaðan úrgang og hvatinn til að koma í veg fyrir urðun ekki verið til staðar en þetta mun nú breytast. Önnur mikilvæg loftslagsaðgerð felst í að skattleggja sérstaklega svokölluð F-gös: Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Flúorgösin eru manngerð og valda gróðurhúsaáhrifum. Losunin vegna þeirra er einnig um 7% af þeirri losun sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamningnum. Til eru aðrar lausnir en umræddir kælimiðlar. Með grænum skatti á flúorgös drögum við úr notkun efna sem eru slæm fyrir loftslagið og hröðum nauðsynlegri útfösun þeirra hér á landi. Nákvæm útfærsla beggja skattanna er nú fram undan en báðir eru þeir þýðingarmiklir fyrir loftslagið og hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar