Atvikið náðist á öryggismyndavél, þar sem Zabaat virðist taka eftir því að ekki er allt með felldu í glugganum. Hann gengur hægt upp að húsinu og grípur svo hina tveggja ára Doaha Muhammed.
Stúlkan, sem er sýrlensk, er sögð hafa dottið út um gluggann þegar mamma hennar var upptekin við eldamennsku. Svo virðist sem barninu hafi ekki orðið meint af fallinu, að öllum líkindum þökk sé skjótum viðbrögðum Zabaat.
Myndbandið má sjá hér að neðan.