Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 23:18 Hér sést skipið, Sea-Watch 3, sigla til hafnar í Sikileyjum eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks í apríl 2018. Getty/Vísir Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira