Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. júní 2019 21:49 Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira