Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 13:15 Þingmenn segja mörgum spurningum enn ósvarað vegna Íslandspósts. FBL/Ernir Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira