Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 21:01 Óli Björn hefur ekki mikla trú á sykurskatti. FBL/ERNIR Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30