Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 22:16 Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira