16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi. Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi.
Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira