Dæmdur fyrir að grípa um „flott“ brjóst konu á sjómannadaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 14:32 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/pjetur Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira