„Refugees Got Talent“ haldið í fyrsta skipti í Sikiley Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 22:00 Sigurvegari hæfileikakeppninngar, Hannah Imordi, sem flutti ljóðið Ferðalagið. UNHCR/Alessio Mamo Unglingsskáld frá Nígeríu, reggí söngvari frá Síerra Leóne og Kólumbískur dansari voru meðal þeirra sem kepptu í hæfileikakeppni í Sikiley nú um helgina á viðburði, skipulögðum af Sameinuðu Þjóðunum, sem stefnir að því að endurskapa hugmyndir okkar um flóttafólk.Refugees Got Talent (ísl. Flóttamenn hafa hæfileika) er fyrsti viðburðurinn af þessari gerð sem er haldin alþjóðlega og á meðal keppenda eru tugir einstaklinga frá stríðshrjáðum löndum, sem leita hælis auk fórnarlamba mansals. Nú um helgina sýndu þeir 13 keppendur sem komust í lokakeppnina hæfileika sína í Kataníu, fluttu lög, tónlist, sýndu list og leiklist fyrir framan dómarana. Á meðal dómara var breski leikarinn Douglas Booth. „Þetta er meira en bara hæfileikakeppni,“ sagði Marco Rotunno, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sikiley, sem var meðal þeirra 20 góðgerðasamtaka sem studdu keppnina. „Þeir hlutir sem við þurfum til að þrífast í lífinu – sjálfsöryggi, stolt, vinir, samfélag og von – eru hlutir sem keppendurnir hafa fundið fyrir og í raun allir sem eru tengdir keppninni.“Darwin Medrano, dansari frá Kólumbíu.UNHCR/Alessio MamoSigurvegarinn var hið 18 ára gamla nígerska skáld, Hannah Imordi, sem las verkið Ferðalagið (e. The Journey), og tileinkaði það þeim sem efast að flóttafólk hafi ástæður til að yfirgefa heimalönd sín. „Ég er svo hamingjusöm,“ sagði hún. „Það að komast í úrslitin skipti mig ekki jafn miklu máli og að fá að tjá fólki það í formi ljóðs að milljónir manna eru neydd til að yfirgefa heimahaga sína vegna stríðs, fátæktar eða trúarbragða. Við þurfum að hjálpa þessu fólki að uppfylla drauma sína eða einfaldlega að komast að farsælum endalokum í lífinu. Við þurfum að taka þeim með opnum örmum, ekki fleygja þeim í burtu. Áður en við breytum heiminum eigum við að byrja á því að breyta okkur sjálfum.“ Í ljóðinu sagði meðal annars: „Í þessari ókunnu borg, leita ég skjóls. Í þessum ókunna heimi, leita ég samþykkis. Í þessari ókunnu menningu, sem ég reyni að aðlagast, leita ég hjálpar. Hvað mun morgundagurinn bjóða mér?“ Meðal úrslitakeppenda var 23 ára gamall reggí söngvari frá Síerra Leóne, hvers sviðsnafn er Mr 705 en hann kom til Sikileyjar frá Líbíu og 37 ára gamall atvinnudansari frá Kólumbíu, sem ber nafnið Darwin Medrano, sem er einn af 8 milljón Kólumbíubúa sem hefur hrakist frá heimili sínu. „Að sjá alla þessa hæfileika hér er sterk áminning að flóttafólk er fólk eins og allir aðrir – einstakt og hæfileikaríkt og hafa margt að bjóða,“ sagði Rotunno. Allir listamennirnir sem stigu á stokk hafa upplifað mikinn hrylling. Margir þeirra komu til Ítalíu frá Líbíu sem börn, þar sem þau höfðu verið kvalin, misnotuð og beitt ofbeldi. Aðrir voru fórnarlömb mansals, höfðu verið lokkuð til að yfirgefa heimili sín með loforði um gull og græna skóga en höfðu síðan verið neydd út í nauðungarvinnu eða vændi. „Þau hafa öll upplifað mikil áföll,“ sagði Rotunno. „En við vildum reyna að hugsa ekki um það á þessum viðburði. Það eru einmitt skilaboðin sem við viljum senda með þessari keppni: að sýna að flóttafólk, þrátt fyrir sorgarsögur þeirra, eru menn og konur rétt eins og við hin, hvert og eitt þeirra búa yfir hæfileikum sem gætu auðgað heim okkar.“Gado frá Gana.UNHCR/Alessio Mamo„List og tónlist hjálpa fólki að tjá sig hvar sem það er í heiminum. Fyrir flóttafólk – sem hafa misst mjög mikið – er það alveg eins. Tækifærið til að syngja, dansa og koma fram getur verið velkomin leið til að flýja raunveruleikann og hjálpað að takast á við erfiðar tilfinningar.“ Francesco Patané, listrænn stjórnandi viðburðarins, sagði: „Við viljum sýna að innflytjendur og flóttafólk séu hæfileikaríkt fólk sem gefa eitthvað til landanna okkar og gera þau að betri stöðum rétt eins og Ítalir gerðu og gera enn þegar þeir flytja til annarra landa.““ Allt frá dansskemmtunum yfir í matarveislur og gönguferðir fyrir utan borgina tóku milljónir einstaklinga frá öllum heimshornum þátt í viðburðunum sem fóru fram um helgina til að fagna Flóttamannadeginum sem haldinn var á fimmtudag. Aldrei hafa fleiri börn, konur og menn flúið heimkynni sín vegna stríða og ofsókna. Í vikunni birti Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna árlega skýrslu um þróun flóttamannastraums á heimsvísu (e. Global Trends report) sem sýndi tölu þeirra einstaklinga sem hafa verið fjarlægðir af heimilum sínum, sem var 70 milljón manns við lok ársins 2018, sem er missti skráði fjöldinn í sögu stofnunarinnar. Í myndbandsávarpi sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, að takmarkanir sem sum lönd höfðu sett á hefðu minnkað aðgengi að hæli og hindrað tilraunir til að bjarga flóttamönnum sem drukknuðu. Yfirvöld á Ítalíu og Möltu hafa lokað höfnum sínum fyrir björgunarbátum hjálparsamtaka. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðlegu flóttamannastofnuninni, hafa um 3.200 manns komið til Ítalíu og Möltu frá norður Afríku síðan í ársbyrjun 2019, og hátt í 350 manns hafa látið lífið á leiðinni. Flóttamenn Ítalía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Unglingsskáld frá Nígeríu, reggí söngvari frá Síerra Leóne og Kólumbískur dansari voru meðal þeirra sem kepptu í hæfileikakeppni í Sikiley nú um helgina á viðburði, skipulögðum af Sameinuðu Þjóðunum, sem stefnir að því að endurskapa hugmyndir okkar um flóttafólk.Refugees Got Talent (ísl. Flóttamenn hafa hæfileika) er fyrsti viðburðurinn af þessari gerð sem er haldin alþjóðlega og á meðal keppenda eru tugir einstaklinga frá stríðshrjáðum löndum, sem leita hælis auk fórnarlamba mansals. Nú um helgina sýndu þeir 13 keppendur sem komust í lokakeppnina hæfileika sína í Kataníu, fluttu lög, tónlist, sýndu list og leiklist fyrir framan dómarana. Á meðal dómara var breski leikarinn Douglas Booth. „Þetta er meira en bara hæfileikakeppni,“ sagði Marco Rotunno, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sikiley, sem var meðal þeirra 20 góðgerðasamtaka sem studdu keppnina. „Þeir hlutir sem við þurfum til að þrífast í lífinu – sjálfsöryggi, stolt, vinir, samfélag og von – eru hlutir sem keppendurnir hafa fundið fyrir og í raun allir sem eru tengdir keppninni.“Darwin Medrano, dansari frá Kólumbíu.UNHCR/Alessio MamoSigurvegarinn var hið 18 ára gamla nígerska skáld, Hannah Imordi, sem las verkið Ferðalagið (e. The Journey), og tileinkaði það þeim sem efast að flóttafólk hafi ástæður til að yfirgefa heimalönd sín. „Ég er svo hamingjusöm,“ sagði hún. „Það að komast í úrslitin skipti mig ekki jafn miklu máli og að fá að tjá fólki það í formi ljóðs að milljónir manna eru neydd til að yfirgefa heimahaga sína vegna stríðs, fátæktar eða trúarbragða. Við þurfum að hjálpa þessu fólki að uppfylla drauma sína eða einfaldlega að komast að farsælum endalokum í lífinu. Við þurfum að taka þeim með opnum örmum, ekki fleygja þeim í burtu. Áður en við breytum heiminum eigum við að byrja á því að breyta okkur sjálfum.“ Í ljóðinu sagði meðal annars: „Í þessari ókunnu borg, leita ég skjóls. Í þessum ókunna heimi, leita ég samþykkis. Í þessari ókunnu menningu, sem ég reyni að aðlagast, leita ég hjálpar. Hvað mun morgundagurinn bjóða mér?“ Meðal úrslitakeppenda var 23 ára gamall reggí söngvari frá Síerra Leóne, hvers sviðsnafn er Mr 705 en hann kom til Sikileyjar frá Líbíu og 37 ára gamall atvinnudansari frá Kólumbíu, sem ber nafnið Darwin Medrano, sem er einn af 8 milljón Kólumbíubúa sem hefur hrakist frá heimili sínu. „Að sjá alla þessa hæfileika hér er sterk áminning að flóttafólk er fólk eins og allir aðrir – einstakt og hæfileikaríkt og hafa margt að bjóða,“ sagði Rotunno. Allir listamennirnir sem stigu á stokk hafa upplifað mikinn hrylling. Margir þeirra komu til Ítalíu frá Líbíu sem börn, þar sem þau höfðu verið kvalin, misnotuð og beitt ofbeldi. Aðrir voru fórnarlömb mansals, höfðu verið lokkuð til að yfirgefa heimili sín með loforði um gull og græna skóga en höfðu síðan verið neydd út í nauðungarvinnu eða vændi. „Þau hafa öll upplifað mikil áföll,“ sagði Rotunno. „En við vildum reyna að hugsa ekki um það á þessum viðburði. Það eru einmitt skilaboðin sem við viljum senda með þessari keppni: að sýna að flóttafólk, þrátt fyrir sorgarsögur þeirra, eru menn og konur rétt eins og við hin, hvert og eitt þeirra búa yfir hæfileikum sem gætu auðgað heim okkar.“Gado frá Gana.UNHCR/Alessio Mamo„List og tónlist hjálpa fólki að tjá sig hvar sem það er í heiminum. Fyrir flóttafólk – sem hafa misst mjög mikið – er það alveg eins. Tækifærið til að syngja, dansa og koma fram getur verið velkomin leið til að flýja raunveruleikann og hjálpað að takast á við erfiðar tilfinningar.“ Francesco Patané, listrænn stjórnandi viðburðarins, sagði: „Við viljum sýna að innflytjendur og flóttafólk séu hæfileikaríkt fólk sem gefa eitthvað til landanna okkar og gera þau að betri stöðum rétt eins og Ítalir gerðu og gera enn þegar þeir flytja til annarra landa.““ Allt frá dansskemmtunum yfir í matarveislur og gönguferðir fyrir utan borgina tóku milljónir einstaklinga frá öllum heimshornum þátt í viðburðunum sem fóru fram um helgina til að fagna Flóttamannadeginum sem haldinn var á fimmtudag. Aldrei hafa fleiri börn, konur og menn flúið heimkynni sín vegna stríða og ofsókna. Í vikunni birti Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna árlega skýrslu um þróun flóttamannastraums á heimsvísu (e. Global Trends report) sem sýndi tölu þeirra einstaklinga sem hafa verið fjarlægðir af heimilum sínum, sem var 70 milljón manns við lok ársins 2018, sem er missti skráði fjöldinn í sögu stofnunarinnar. Í myndbandsávarpi sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, að takmarkanir sem sum lönd höfðu sett á hefðu minnkað aðgengi að hæli og hindrað tilraunir til að bjarga flóttamönnum sem drukknuðu. Yfirvöld á Ítalíu og Möltu hafa lokað höfnum sínum fyrir björgunarbátum hjálparsamtaka. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðlegu flóttamannastofnuninni, hafa um 3.200 manns komið til Ítalíu og Möltu frá norður Afríku síðan í ársbyrjun 2019, og hátt í 350 manns hafa látið lífið á leiðinni.
Flóttamenn Ítalía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira