Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:15 Lögregla hefur verið með umfangsmikla gæslu á hátíðarsvæðinu. Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira