50 milljóna króna sekt stendur Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 19:31 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira