Hræðist breytt fyrirkomulag í heimahjúkrun barnsins síns Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 20:15 Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug. Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug.
Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira