Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Blikar aftur á toppinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. júní 2019 15:45 Kolbeinn Þórðarson skoraði jöfnunarmark Blika í uppbótartíma fyrri hálfleiks. vísir/daníel þór Breiðablik vann ÍBV 3-1 í dag í 10. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli en gestirnir komust þó yfir snemma í leiknum. Heimamenn jöfnuðu rétt fyrir hálfleikinn og sýndu síðan yfirburði sína í seinni hálfleik með tveimur mörkum gegn engu. Eyjamenn vildu vítaspyrnu á fyrstu mínútu leiksins þegar Guðmundur Magnússon féll niður í teig Blika. Það var þó ekkert dæmt og leikurinn hélt áfram. Á 5. mínútu vann Telmo Ferreira Castanheira miðjumaður ÍBV boltann á vallarhelmingi Blika og lét vaða utan af velli. Eitt af fallegustu skotum tímabilsins og gestirnir voru komnir yfir. Eyjamenn voru með völdin fyrstu tuttugu mínútur leiksins og þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið að skapa sér nein dauðafæri voru þeir að loka vel á Blikana. Heimamenn byrjuðu þá hægt og rólega að taka yfir leikinn og Aron Bjarnason fékk til dæmis mjög gott færi á 30. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks vinnur Andri Rafn Yeoman boltann á hættulegum stað og kemur honum á Kolbein Þórðarson. Kolbeinn jafnaði þá leikinn með snyrtilegu slútti. Andri vann boltann eftir að komast inn í útspark frá Halldóri Páli markmanni Eyjamanna og þessi mistök voru ansi dýrkeipt fyrir Eyjamenn. Heimamenn komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Strax á fyrstu fimm mínútum voru báðir bakverðir Blika búnir að taka hættulega spretti upp sína vængi þar sem vantaði bara menn í teignum. Það kom því engum á óvart þegar Blikar komust yfir á 55. mínútu. Óskar Elías Zöega Óskarsson leikmaður ÍBV varð þá fyrir því ólani að tækla sendingu frá Aroni Bjarnasyni inn í eigið mark. Aron Bjarnason hafði þá spólað sig framhjá Sigurði Arnari í vörn Eyjamanna eins og hann gerði oft í leiknum. Blikar héldu áfram uppteknum hætti á næsta korterinu og fengu nokkur hættuleg færi sem þeir skoruðu ekki úr. Auk þess skoraði Thomas Mikkelsen framherji Blika rangstöðumark. Á 71. mínútu vildu Eyjamenn aftur vítaspyrnu en það virtist eins og Guðmundur Böðvar Guðjónsson miðjumaður Blika hafi tekið Guðmund Magnússon niður rétt við vítateig Blika. Jóhann Ingi dæmdi hinsvegar hvorki víti né aukaspyrnu og Eyjamenn voru vægast sagt pirraðir. Nokkrum mínútum síðar bættu heimamenn í forystuna. Aftur var Aron Bjarnason búinn að koma sér í frábæra stöðu á vinstri kantinum og Thomas Mikkelsen fékk boltann beint fyrir framan markið og skoraði örugglega. Bæði lið hefðu mögulega getað skorað í restina en það vantaði alltaf gæfumuninn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var heilt yfir miklu betra liðið í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir áttu mjög auðvelt að koma sér upp kantana sama hvort það voru bakverðirnir eða kantmennirnir og gátu auðveldlega skapað hættu í teig ÍBV þannig. Hverjir stóðu upp úr? Kantmenn Breiðabliks, Andri Rafn Yeoman og Aron Bjarnason voru stórkostlegir. Það var erfitt að velja á milli þeirra hvor átti að vera maður leiksins og liggur við að þeir eigi bara að deila þeim titli. Bakverðir Blika voru líka seigir í dag ásamt því að Kolbeinn Þórðarson var góður inni á miðjunni. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV í seinni hálfleik var oft á tímum eins og einhver brandari. Þeir geta kannski reynt að kenna dómaranum um tapið en eftir þennan varnarleik þá verða þeir að líta í eigin barm myndi ég segja. Hvað gerist næst? Blikar taka á móti Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn klukkan 19.15. Sá leikur ætti að vera mikil skemmtun en seinasti innbyrðis leikur liðanna fór 4-3 fyrir Fylki. Eyjamenn eiga síðan heimaleik gegn Víking Reykjavík á miðvikudaginn í Mjólkurbikarnum, klukkan 18.00. Báðir þessir leikur eru auðvitað í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og síðan verður fjallað um þá í Mjólkurbikarmörkunum. Ágúst: Komumst í bikarúrslit í fyrra og ætlum að vinna í ár„Þetta var gott. Frábær og mikilvæg 3 stig fyrir okkur. Einhver sagði skyldusigur en við þurftum að mæta. Við mættum kannski ekki alveg í fyrri hálfleikinn og Eyjamennirnir tóku okkur aðeins útaf laginu hérna með glæsilegu marki. Þetta mallaði inn hérna í seinni í hálfleik og það má segja að þetta hafi verið sanngjarn sigur miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist,” sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir leik dagsins. Jonathan Hendrickx lék í dag sinn síðasta leik fyrir Breiðablik en hann er búinn að eiga farsælan feril hér á landi. Jonathan er kominn með heimþrá og ætlar aftur til Belgíu en hann er þaðan. „Þeir voru að klappa fyrir Jonathan en þetta var hans síðasti leikur fyrir okkur, hann er að fara til Belgíu. ” Þetta var saga tveggja hálfleika hjá Blikum en þeir voru ekki góðir í fyrri hálfleik en stórkostlegir í seinni. Gústi hafði þessar útskýringar á hvað gekk betur í seinni. „Við höfðum meiri trú. Eyjamennirnir gáfu síðan aðeins eftir og við komumst aðeins inn í svæðið þeirra og náðum að skapa fullt af færum sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik. Við fengum 3 stig en þetta var erfiður leikur samt sem áður.” Aron Bjarnason átti frábæran leik í dag en hann lagði upp bæði mörk Blika í seinni hálfleik ásamt því að skapa nokkur færi í viðbót í leiknum fyrir sjálfan sig og liðsfélagana. „Hann er bara búinn að vera flottur í allt sumar. Hvort hann sé í byrjunarliðinu eða ekki það skiptir engu máli hann er alltaf góður.” Blikar taka á móti Fylki í bikarnum á fimmtudaginn kemur. Blikar töpuðu 4-3 fyrir þeim í Árbænum fyrir rúmri viku svo þeir ættu ekki að eiga erfitt með að gíra sig upp í þann leik. „Það verður erfitt. Það er náttúrulega bara eitt lið sem kemst áfram og við ætlum okkur að komast áfram, það er nokkuð ljóst. Við komumst í bikarúrslit í fyrra og ætlum okkur það aftur núna og vinna hann. Auðvitað þurfum við að spila á móti Fylki og það verður mjög erfitt. Við töpuðum síðast þegar við spiluðum á móti þeim og fengum á okkur 4 mörk og við þurfum að loka fyrir það.” Pedro: Ég er stoltur af strákunum mínum„Ég er mjög svekktur. Mér fannst við eiga mjög góðan fyrri hálfleik, við vorum miklu betri en Breiðablik,” sagði Pedro Hipólito þjálfari Eyjamanna eftir leik dagsins. Á fyrstu mínutu leiksins virtist sem Guðmundur Magnússon leikmaður ÍBV hafi verið tekinn niður í teig heimamanna. Ekkert víti var dæmt en Eyjamenn voru fljótir að gleyma því þar sem Telmo Ferreira Castanheira kom þeim á töfluna með glæsimarki utan af velli. „Við skoruðum frábært mark og við áttum að fá víti á fyrstu mínútu leiksins. Við fengum ekki vítið, dómarinn hefur ekki séð það held ég. Við stýrðum leiknum vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu engin færi.” Kolbeinn Þórðarson jafnaði fyrir Blika í lok fyrri hálfleiks. Hann fékk þetta færi eftir að Andri Rafn Yeoman stal útsparki frá Halldóri Páli á hættulegum stað og má segja að Blikar hafi fengið þetta mark dálítið ódýrt. „Í lok fyrri hálfleiks gerum við okkar seka um mistök og þeir skora. Það var mjög ósanngjarnt að staðan í hálfleik hafi verið 1-1.” „Þetta voru smáatriðin sem kostuðu okkur stigin í dag. Þegar við gerðum mistök þá skoruðu þeir en við skoruðum ekki þegar þeir gerðu sín mistök. Við verðum að leysa þessi einstaklingsmistök ef við viljum vinna fleiri leiki.” Blikar stýrðu leiknum alfarið í seinni hálfleik. Eyjamenn áttu einn skalla í slá á 84. mínútu og síðan vildu þeir aftur vítaspyrnu en annars ógnuðu þeir lítið sem ekkert. Aftur var það Guðmundur Magnússon sem virtist vera tekinn niður en Jóhann Ingi dæmdi hvorki víti né aukaspyrnu. „Í seinni hálfleik sköpuðu þeir sér engin færi og við ekki heldur. Við stýrðum leiknum, þeir skora og síðan áttum við aftur að fá víti. Annað skiptið í leiknum þar sem við hefðum getað fengið víti. Leikurinn opnast síðan, við fengum góð færi og þeir fá líka góð færi. Bæði lið hefðu getað skorað. Ég er stoltur af strákunum mínum, við vorum að spila á móti toppliði og við spiluðum svona.” Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnur en Jóhann Ingi dómari leiksins var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður, ” sagði Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV eftir leik dagsins. Pedro Hipolito þjálfari ÍBV hafði sagt í viðtalinu á undan að hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.” Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson leikmaður Blika taka Guðmund Magnússon leikmann ÍBV niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið.” „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert. Aron: Ákváðum að vera þolinmóðir í hálfleik„Þetta var mjög fínt. Við erum bara að halda áfram frá því í síðustu leikjum og það var bara geggjað að vinna í dag. Ég er bara sáttur,” sagði Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks eftir leik dagsins. Eyjamenn voru fljótir að komast yfir í dag og Blikar áttu erfitt með að skapa sér færi framan af. Þeir tóku síðan hægt og rólega yfir leikinn vill Aron meina. „Við byrjuðum kannski ekki nægilega vel fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Síðan fannst mér við hafa ágætis tök á þessu. Við breyttum um kerfi þarna um miðjan fyrri hálfleik og mér fannst það virka ágætlega. Við náðum inn mikilvægu marki þarna fyrir hálfleikinn.” „Í hálfleik ákváðum við bara að vera þolinmóðir. Hreyfa boltann í færri snertingum og það skilaði sér,” sagði Aron aðspurður hvað batnaði í leik Blika í seinni hálfleik. Davíð Ingvarsson kom inn í Blikaliðið í dag og spilaði í vinstri bakverðinum á bakvið Aron. Davíð er ungur bakvörður sem er fæddur árið 1999. „Hann stóð sig vel fannst mér. Hann er náttúrulega ekki búinn að spila mikið en mér fannst hann leysa þetta mjög vel í dag.” Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann ÍBV 3-1 í dag í 10. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli en gestirnir komust þó yfir snemma í leiknum. Heimamenn jöfnuðu rétt fyrir hálfleikinn og sýndu síðan yfirburði sína í seinni hálfleik með tveimur mörkum gegn engu. Eyjamenn vildu vítaspyrnu á fyrstu mínútu leiksins þegar Guðmundur Magnússon féll niður í teig Blika. Það var þó ekkert dæmt og leikurinn hélt áfram. Á 5. mínútu vann Telmo Ferreira Castanheira miðjumaður ÍBV boltann á vallarhelmingi Blika og lét vaða utan af velli. Eitt af fallegustu skotum tímabilsins og gestirnir voru komnir yfir. Eyjamenn voru með völdin fyrstu tuttugu mínútur leiksins og þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið að skapa sér nein dauðafæri voru þeir að loka vel á Blikana. Heimamenn byrjuðu þá hægt og rólega að taka yfir leikinn og Aron Bjarnason fékk til dæmis mjög gott færi á 30. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks vinnur Andri Rafn Yeoman boltann á hættulegum stað og kemur honum á Kolbein Þórðarson. Kolbeinn jafnaði þá leikinn með snyrtilegu slútti. Andri vann boltann eftir að komast inn í útspark frá Halldóri Páli markmanni Eyjamanna og þessi mistök voru ansi dýrkeipt fyrir Eyjamenn. Heimamenn komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Strax á fyrstu fimm mínútum voru báðir bakverðir Blika búnir að taka hættulega spretti upp sína vængi þar sem vantaði bara menn í teignum. Það kom því engum á óvart þegar Blikar komust yfir á 55. mínútu. Óskar Elías Zöega Óskarsson leikmaður ÍBV varð þá fyrir því ólani að tækla sendingu frá Aroni Bjarnasyni inn í eigið mark. Aron Bjarnason hafði þá spólað sig framhjá Sigurði Arnari í vörn Eyjamanna eins og hann gerði oft í leiknum. Blikar héldu áfram uppteknum hætti á næsta korterinu og fengu nokkur hættuleg færi sem þeir skoruðu ekki úr. Auk þess skoraði Thomas Mikkelsen framherji Blika rangstöðumark. Á 71. mínútu vildu Eyjamenn aftur vítaspyrnu en það virtist eins og Guðmundur Böðvar Guðjónsson miðjumaður Blika hafi tekið Guðmund Magnússon niður rétt við vítateig Blika. Jóhann Ingi dæmdi hinsvegar hvorki víti né aukaspyrnu og Eyjamenn voru vægast sagt pirraðir. Nokkrum mínútum síðar bættu heimamenn í forystuna. Aftur var Aron Bjarnason búinn að koma sér í frábæra stöðu á vinstri kantinum og Thomas Mikkelsen fékk boltann beint fyrir framan markið og skoraði örugglega. Bæði lið hefðu mögulega getað skorað í restina en það vantaði alltaf gæfumuninn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var heilt yfir miklu betra liðið í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir áttu mjög auðvelt að koma sér upp kantana sama hvort það voru bakverðirnir eða kantmennirnir og gátu auðveldlega skapað hættu í teig ÍBV þannig. Hverjir stóðu upp úr? Kantmenn Breiðabliks, Andri Rafn Yeoman og Aron Bjarnason voru stórkostlegir. Það var erfitt að velja á milli þeirra hvor átti að vera maður leiksins og liggur við að þeir eigi bara að deila þeim titli. Bakverðir Blika voru líka seigir í dag ásamt því að Kolbeinn Þórðarson var góður inni á miðjunni. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV í seinni hálfleik var oft á tímum eins og einhver brandari. Þeir geta kannski reynt að kenna dómaranum um tapið en eftir þennan varnarleik þá verða þeir að líta í eigin barm myndi ég segja. Hvað gerist næst? Blikar taka á móti Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn klukkan 19.15. Sá leikur ætti að vera mikil skemmtun en seinasti innbyrðis leikur liðanna fór 4-3 fyrir Fylki. Eyjamenn eiga síðan heimaleik gegn Víking Reykjavík á miðvikudaginn í Mjólkurbikarnum, klukkan 18.00. Báðir þessir leikur eru auðvitað í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og síðan verður fjallað um þá í Mjólkurbikarmörkunum. Ágúst: Komumst í bikarúrslit í fyrra og ætlum að vinna í ár„Þetta var gott. Frábær og mikilvæg 3 stig fyrir okkur. Einhver sagði skyldusigur en við þurftum að mæta. Við mættum kannski ekki alveg í fyrri hálfleikinn og Eyjamennirnir tóku okkur aðeins útaf laginu hérna með glæsilegu marki. Þetta mallaði inn hérna í seinni í hálfleik og það má segja að þetta hafi verið sanngjarn sigur miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist,” sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir leik dagsins. Jonathan Hendrickx lék í dag sinn síðasta leik fyrir Breiðablik en hann er búinn að eiga farsælan feril hér á landi. Jonathan er kominn með heimþrá og ætlar aftur til Belgíu en hann er þaðan. „Þeir voru að klappa fyrir Jonathan en þetta var hans síðasti leikur fyrir okkur, hann er að fara til Belgíu. ” Þetta var saga tveggja hálfleika hjá Blikum en þeir voru ekki góðir í fyrri hálfleik en stórkostlegir í seinni. Gústi hafði þessar útskýringar á hvað gekk betur í seinni. „Við höfðum meiri trú. Eyjamennirnir gáfu síðan aðeins eftir og við komumst aðeins inn í svæðið þeirra og náðum að skapa fullt af færum sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik. Við fengum 3 stig en þetta var erfiður leikur samt sem áður.” Aron Bjarnason átti frábæran leik í dag en hann lagði upp bæði mörk Blika í seinni hálfleik ásamt því að skapa nokkur færi í viðbót í leiknum fyrir sjálfan sig og liðsfélagana. „Hann er bara búinn að vera flottur í allt sumar. Hvort hann sé í byrjunarliðinu eða ekki það skiptir engu máli hann er alltaf góður.” Blikar taka á móti Fylki í bikarnum á fimmtudaginn kemur. Blikar töpuðu 4-3 fyrir þeim í Árbænum fyrir rúmri viku svo þeir ættu ekki að eiga erfitt með að gíra sig upp í þann leik. „Það verður erfitt. Það er náttúrulega bara eitt lið sem kemst áfram og við ætlum okkur að komast áfram, það er nokkuð ljóst. Við komumst í bikarúrslit í fyrra og ætlum okkur það aftur núna og vinna hann. Auðvitað þurfum við að spila á móti Fylki og það verður mjög erfitt. Við töpuðum síðast þegar við spiluðum á móti þeim og fengum á okkur 4 mörk og við þurfum að loka fyrir það.” Pedro: Ég er stoltur af strákunum mínum„Ég er mjög svekktur. Mér fannst við eiga mjög góðan fyrri hálfleik, við vorum miklu betri en Breiðablik,” sagði Pedro Hipólito þjálfari Eyjamanna eftir leik dagsins. Á fyrstu mínutu leiksins virtist sem Guðmundur Magnússon leikmaður ÍBV hafi verið tekinn niður í teig heimamanna. Ekkert víti var dæmt en Eyjamenn voru fljótir að gleyma því þar sem Telmo Ferreira Castanheira kom þeim á töfluna með glæsimarki utan af velli. „Við skoruðum frábært mark og við áttum að fá víti á fyrstu mínútu leiksins. Við fengum ekki vítið, dómarinn hefur ekki séð það held ég. Við stýrðum leiknum vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu engin færi.” Kolbeinn Þórðarson jafnaði fyrir Blika í lok fyrri hálfleiks. Hann fékk þetta færi eftir að Andri Rafn Yeoman stal útsparki frá Halldóri Páli á hættulegum stað og má segja að Blikar hafi fengið þetta mark dálítið ódýrt. „Í lok fyrri hálfleiks gerum við okkar seka um mistök og þeir skora. Það var mjög ósanngjarnt að staðan í hálfleik hafi verið 1-1.” „Þetta voru smáatriðin sem kostuðu okkur stigin í dag. Þegar við gerðum mistök þá skoruðu þeir en við skoruðum ekki þegar þeir gerðu sín mistök. Við verðum að leysa þessi einstaklingsmistök ef við viljum vinna fleiri leiki.” Blikar stýrðu leiknum alfarið í seinni hálfleik. Eyjamenn áttu einn skalla í slá á 84. mínútu og síðan vildu þeir aftur vítaspyrnu en annars ógnuðu þeir lítið sem ekkert. Aftur var það Guðmundur Magnússon sem virtist vera tekinn niður en Jóhann Ingi dæmdi hvorki víti né aukaspyrnu. „Í seinni hálfleik sköpuðu þeir sér engin færi og við ekki heldur. Við stýrðum leiknum, þeir skora og síðan áttum við aftur að fá víti. Annað skiptið í leiknum þar sem við hefðum getað fengið víti. Leikurinn opnast síðan, við fengum góð færi og þeir fá líka góð færi. Bæði lið hefðu getað skorað. Ég er stoltur af strákunum mínum, við vorum að spila á móti toppliði og við spiluðum svona.” Sindri Snær: Hundrað prósent víti í bæði skiptin ÍBV tapaði í dag 3-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max deild karla. Eyjamenn voru betri framan af og komust snemma yfir 1-0. Eyjavörnin gaf hinsvegar mark í lok fyrri hálfleiks með klaufalegu útspili og Blikar bættu síðan við tveimur mörkum í lok leiksins. Í báðum hálfleikum voru atvik þar sem Eyjamenn vildu vítaspyrnur en Jóhann Ingi dómari leiksins var ekki á sama máli. „Ég er eins svekktur og hægt er að vera. Ég tapaði, ég vann ekki svo ég get ekki verið ánægður, ” sagði Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV eftir leik dagsins. Pedro Hipolito þjálfari ÍBV hafði sagt í viðtalinu á undan að hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna stráka. Sindri var að einhverju leyti sammála honum. „Mér fannst margir hlutir vera helvíti góðir. Við náttúrulega gefum þeim þessi mörk og hleypum þeim þannig inn í leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst Breiðablik vera lélegir.” Klaufalegt spil í vörn Eyjamanna gaf Blikum mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Blikar mættu síðan sterkari inn í seinni hálfleikinn og Eyjamenn náðu ekki aftur völdum á leiknum. „Í seinni hálfleik vorum þeir betri opnuðum við okkur aðeins, við breyttum um kerfi eftir að þeir komust í 2-1. Við gefum þeim þetta fyrsta mark og það taldi greinilega helvíti mikið. Við eigum að sýna betri karakter í seinni hálfleik. Í stöðunni 2-1 virðist Guðmundur Böðvar Guðjónsson leikmaður Blika taka Guðmund Magnússon leikmann ÍBV niður í teig Blika. Eyjamenn vildu vítaspyrnu og fóru fljótlega eftir þetta tvö gul spjöld á loft þar sem Eyjamenn voru spjaldaðir fyrir kjaft. „Í 2-1 þá hefði dómarinn getað gefið okkur eina vítaspyrnu. Í lokin vorum við aðeins að reyna að halda boltanum og færa okkur framar. Við náðum einum skalla í slánna. Við gerðum ekki nóg það er alveg augljóst þar sem við töpum 3-1 og við fáum á okkur 3 mörk það er þremur of mikið.” „Mér fannst þetta 100% vera víti í bæði skiptin. En ég dæmi ekki þannig að ég get ekki kvartað yfir því. Ég er búinn að láta dómarann vita að mér fannst þetta vera víti og það er eina sem við getum gert. Aron: Ákváðum að vera þolinmóðir í hálfleik„Þetta var mjög fínt. Við erum bara að halda áfram frá því í síðustu leikjum og það var bara geggjað að vinna í dag. Ég er bara sáttur,” sagði Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks eftir leik dagsins. Eyjamenn voru fljótir að komast yfir í dag og Blikar áttu erfitt með að skapa sér færi framan af. Þeir tóku síðan hægt og rólega yfir leikinn vill Aron meina. „Við byrjuðum kannski ekki nægilega vel fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Síðan fannst mér við hafa ágætis tök á þessu. Við breyttum um kerfi þarna um miðjan fyrri hálfleik og mér fannst það virka ágætlega. Við náðum inn mikilvægu marki þarna fyrir hálfleikinn.” „Í hálfleik ákváðum við bara að vera þolinmóðir. Hreyfa boltann í færri snertingum og það skilaði sér,” sagði Aron aðspurður hvað batnaði í leik Blika í seinni hálfleik. Davíð Ingvarsson kom inn í Blikaliðið í dag og spilaði í vinstri bakverðinum á bakvið Aron. Davíð er ungur bakvörður sem er fæddur árið 1999. „Hann stóð sig vel fannst mér. Hann er náttúrulega ekki búinn að spila mikið en mér fannst hann leysa þetta mjög vel í dag.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti