Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2019 10:57 Haukur Þrastarson fær ekki að leika listir sínar í Meistaradeildinni. vísir/daníel þór Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði. Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði.
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16