Durant og Leonard vilja semja við sama liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 10:00 Verða þessir tveir liðsfélagar næsta vetur? vísir/getty Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins. NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
Kevin Durant og Kawhi Leonard hafa rætt það sín á milli að taka höndum saman og semja við sama liðið fyrir komandi tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Félagsskiptaglugginn í NBA deildinni opnar í kvöld og tveir heitustu bitarnir á markaðnum eru Durant og Leonard. Adrian Wojnarowski, aðalblaðamaður ESPN í málum tengdum NBA, segir líklegast að þeir félagar gætu spilað saman hjá New York Knicks eða Los Angeles Clippers.Reporting w/ @RamonaShelburne: Kevin Durant and Kawhi Leonard have been discussing free agent scenarios that could include a future with them playing together. For now, there are two clear possibilities for them to sign into the same franchise: Clippers and Knicks. Story soon. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 29, 2019 Durant er sagður ætla að funda með fulltrúum Knicks og Clippers ásamt forráðamönnum Brooklyn Nets og Golden State Warriors. Durant hefur verið hjá Warriors síðan 2016 og orðið með þeim NBA-meistari tvisvar. Durant sleit hásin í leik 5 í úrslitarimmu Warriors og Toronto Raptors í vor og er búist við því að hann verði frá nær allt næsta tímabil. Leonard ætlar einnig að ræða við Knicks og Clippers auk þess sem dagbók hans inniheldur fundi við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors. Leonard kom til Raptors fyrir síðasta tímabil og varð NBA-meistari með liðinu í vor. Ef Clippers ætla að fá tvíeykið til sín þá þyrfti liðið að losa sig við Danilo Gallinari til þess að búa til pláss. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og ætti ekki að vera erfitt fyrir Clippers að gera hann spennandi valkost, sér í lagi þar sem þeir eiga nokkra framtíðarvalrétti í nýliðavalinu til þess að bæta við. Knicks þarf hins vegar ekkert að gera þar sem innan þeirra herbúða eru tvö laus pláss. Durant hefur verið mikið orðaður við Knicks í vor og virtist svo gott sem kominn til New York þar til hann sleit hásin og málin flæktust aðeins.
NBA Tengdar fréttir Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00 Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
Kevin Durant hafnaði fjórum milljörðum frá Golden State Warriors Kevin Durant ætlar ekki að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Golden State Warriors og því laus allra mála frá félaginu. 26. júní 2019 16:00
Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. 26. júní 2019 18:30