Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:42 Í og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Þeirra á meðal Efstadal. Vísir/Magnús Hlynur Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst. Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. Fjögur systkini og fjölskyldur þeirra standa að rekstrinum þar sem má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Þar á meðal kálfum en saursýni úr kálfum á bænum kemur heim og saman við bakteríuna sem sýkti börnin. Björgvin segir að lokað hafi verið fyrir aðgang að kálfastíunni þann 4. júlí í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun. Kálfarnir hafi verið sendir í sóttkví.Ferðamenn í heimsókn á bænum Efstadal II í dag.Vísir/Magnús Hlynur„Á sama tíma hættum við að selja okkar framleiðslu,“ segir Björgvin. Um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða því þau hafi ekki viljað taka neina áhættu fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „Allar niðurstöður sem við höfum fengið úr matvælum, ís og öðru slíkur eru jákvæðar fyrir okkur.“ Sá rekstur sé því enn í gangi.Óvíst hvernig smitið barst í börninÍ tilkynningu sem Landlæknir sendi frá sér upp úr hádegi segir að ekki sé vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standi enn yfir. Björgvin segir málið hafa fengið á fjölskylduna sem stendur að rekstrinum. „Allir í fjölskyldunni eru miður sín yfir þessu. Það er erfitt að sjá þetta fyrir. Svona hlutir geta gerst. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við höfum alltaf gert,“ segir Björgvin.Úr ísbúðinni í Efstadal er hægt að horfa inn í fjósið.Vísir/Magnús HlynurVona það besta Passað sé upp á alla vinnslu á matvælum og hafi mjólkurverkfræðingur verið starfseminni innan handar undanfarin ár og passað 100 prósent upp á allt hreinlæti. Þau sýni sem liggi fyrir hafi komið vel út. „Við eigum erfiðara með að hafa stjórn á því sem gerist utandyra þar sem dýrin eru hlaupandi um,“ segir Björgvin. Stór partur af afþreyingunni á Efstadal II sé að klappa dýrunum og þar njóti kálfarnir mikilla vinsælda. „Vissulega er þetta leiðindamál fyrir alla og sérstaklega börnin sem lenda í því að sýkjast.“ Þau voni það besta og að allir nái sé sem fyrst.
Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20