Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:55 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. Hann bindur vonir við að tillaga Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum verði samþykkt en ráðið greiðir atkvæði um tillöguna á fimmtudag. Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum að því er fréttastofa Reuters greindi frá nýverið. Tillaga fulltrúa Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og kveðst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vongóður um að tillagan verði samþykkt. „Hér er um það að ræða að við leggjum fram ályktun þar sem við hvetjum ríkisstjórn Filippseyja til að standa vel að mannréttindamálum því þeir hafa verið ásakaðir um mjög alvarlega hluti og sömuleiðis að þeir veiti heimild fyrir Sameinuðu þjóðirnar til að taka út stöðuna og koma með skýrslu um ástandið,” segir Guðlaugur Þór. Sendiherra Filippseyja hefur lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni. „Ég vísa því einfaldlega til föðurhúsanna og mér finnst skrítið að þeir geti ekki tekið undir þessa hluti og ég held að allir séu sammála um það að ganga fram eins og við leggjum til er eitthvað sem að telst alveg sjálfsagt og eðlilegt.“ En hefur þú einhverja hugmynd um til hvers hann var að vísa þar? „Nei, ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Ég hef einu sinni hitt utanríkisráðherra Filippseyja þar sem við áttum prýðis samtal. Hann vildi að ég kæmi til landsins til að taka út stöðu mannréttindamála en ég tel eðlilegra að það séu alþjóðastofnanir, virtar alþjóðastofnanir sem geri það og ég er ennþá þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur Þór.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira