Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2019 11:15 Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eru á öndverðum meiði um hvernig sé best að styðja við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Samsett Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“ Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22