Ólafur: Brandur gerir alltof lítið af þessu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 22:07 Ólafur vill sjá FH-inga byggja ofan á frammistöðuna og úrslitin í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira