Vinstri græn eiga leik Logi Einarsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Nýjar yfirlýsingar um að setja eigi meira fé í málaflokk flóttafólks og rýmka reglur um efnismeðferð eru í sjálfu sér ánægjulegar en fela ekki í sér varanlega lausn á málefnum flóttabarna. Til þess þarf meiriháttar stefnubreytingu, en ekki bara flýta málsmeðferð og afgreiða börn svo hratt, til baka út úr tilveru okkar, að þau komi ekki róti á tilfinningar landans. Samkvæmt reglugerð um útlendinga er t.d. enn, þrátt fyrir nýjustu breytingar, heimilt að senda börn til óöruggra landa. En alvarlegast er líklega að börn fá ekki sjálfstæða málsmeðferð. Tekin er afstaða til umsókna foreldra um vernd og síðan dregin sú ályktun að það sé barninu fyrir bestu að fylgja foreldrum. Krafan er að staða barna sé metin sérstaklega og þau fái þannig notið eigin mannréttinda. Við þinglokasamning haustið 2017 gerðu formenn flokka samkomulag um að strax á nýju kjörtímabili yrði ráðist í endurskoðun útlendingalaga og framkvæmd þeirra. Meðal annars með tilliti til stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Ríkisstjórnin hefur setið í eitt og hálft ár og ber því fulla ábyrgð á að árangur af þverpólitískri þingmannanefnd er enginn. Ekki er nóg með að þetta sleifarlag hafi verið látið viðgangast, heldur afgreiddi ríkisstjórnin nýtt frumvarp um útlendingalög þann 2. apríl, sem lagt var fram á Alþingi nokkrum dögum síðar. Í því er jafnvel gengið enn lengra í átt að ómannúðlegri stefnu og liðkað fyrir brottvísun barna. Auknir fjármunir og allur heimsins fagurgali duga því skammt ef meiningin er að herða enn á ómannúðlegri stefnu. Ég geri mér grein fyrir því að hjónaband VG og Sjálfstæðisflokksins byggir frekar á hagkvæmnissjónarmiðum en ástríðu og eldheitri ást. En það þvingaði þau enginn í þetta samband og þau bera því fulla ábyrgð á þeim slæmu málamiðlunum sem í því eru gerð. VG á því tvo leiki í stöðunni: Að knýja fram manneskjulegar úrbætur á málefnum flóttafólks eða gera stefnu VG í málaflokkum fullkomlega marklausa.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Logi Einarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Nýjar yfirlýsingar um að setja eigi meira fé í málaflokk flóttafólks og rýmka reglur um efnismeðferð eru í sjálfu sér ánægjulegar en fela ekki í sér varanlega lausn á málefnum flóttabarna. Til þess þarf meiriháttar stefnubreytingu, en ekki bara flýta málsmeðferð og afgreiða börn svo hratt, til baka út úr tilveru okkar, að þau komi ekki róti á tilfinningar landans. Samkvæmt reglugerð um útlendinga er t.d. enn, þrátt fyrir nýjustu breytingar, heimilt að senda börn til óöruggra landa. En alvarlegast er líklega að börn fá ekki sjálfstæða málsmeðferð. Tekin er afstaða til umsókna foreldra um vernd og síðan dregin sú ályktun að það sé barninu fyrir bestu að fylgja foreldrum. Krafan er að staða barna sé metin sérstaklega og þau fái þannig notið eigin mannréttinda. Við þinglokasamning haustið 2017 gerðu formenn flokka samkomulag um að strax á nýju kjörtímabili yrði ráðist í endurskoðun útlendingalaga og framkvæmd þeirra. Meðal annars með tilliti til stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Ríkisstjórnin hefur setið í eitt og hálft ár og ber því fulla ábyrgð á að árangur af þverpólitískri þingmannanefnd er enginn. Ekki er nóg með að þetta sleifarlag hafi verið látið viðgangast, heldur afgreiddi ríkisstjórnin nýtt frumvarp um útlendingalög þann 2. apríl, sem lagt var fram á Alþingi nokkrum dögum síðar. Í því er jafnvel gengið enn lengra í átt að ómannúðlegri stefnu og liðkað fyrir brottvísun barna. Auknir fjármunir og allur heimsins fagurgali duga því skammt ef meiningin er að herða enn á ómannúðlegri stefnu. Ég geri mér grein fyrir því að hjónaband VG og Sjálfstæðisflokksins byggir frekar á hagkvæmnissjónarmiðum en ástríðu og eldheitri ást. En það þvingaði þau enginn í þetta samband og þau bera því fulla ábyrgð á þeim slæmu málamiðlunum sem í því eru gerð. VG á því tvo leiki í stöðunni: Að knýja fram manneskjulegar úrbætur á málefnum flóttafólks eða gera stefnu VG í málaflokkum fullkomlega marklausa.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar