Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Kyriakos Mitsotakis virtist afar sáttur við niðurstöðurnar, enda með hreinan meirihluta. Nordicphotos/AFP Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34
Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49