Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 20:30 Herdís Hallmarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands Vísir/Sigurjón Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49