Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira