Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 16:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í dag reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16