Fékk sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða: Tók mörg ár að finna rót vandans Sylvía Hall skrifar 5. júlí 2019 16:00 Læknar tengdu sjúkdómseinkenni Heiðrúnar aldrei við púðana og var hún látin undirgangast ýmsar rannsóknir. Facebook/Getty Heiðrún Arna Friðriksdóttir var tvítug þegar hún ákvað að fá sér brjóstapúða. Hún hafði eignast barn, var ung móðir og vildi vera „kvenlegri“ eins og hún orðar það sjálf. Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. „Mér fannst svo ómögulegt að vera með tóm brjóst svona ung og leið ekki vel út af því og þess vegna fékk ég mér púða, eins og svo margar,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. Árið 2013, tveimur árum eftir að hún skipti fyrstu púðunum út fyrir nýja, hafi hún farið að finna fyrir furðulegum einkennum á borð við lélega meltingu og ýmis magavandamál. Í kjölfarið fór Heiðrún í ristilsspeglun og magaspeglun en ekkert fannst. Í ofanálag fékk hún síendurteknar blöðrubólgur og sýkingu vegna lykkjunnar sem þurfti að fjarlægja. Ári síðar urðu einkennin alvarlegri og fleiri heilsufarsvandamál komu upp. „Árið 2014 fór ég að fá ýmis einkenni frá taugakerfinu og blóðprufa sýndi hækkun á CPR,“ segir hún og nefnir þar fjörfisk, doða í andliti, þreytu, máttleysi, hausverki og fleira. Hún hafi einnig verið með B12 vítamínskort þrátt fyrir að vera ekki grænmetisæta og þurfti hún að sprauta sig reglulega með vítamíninu.Ástandið fór versnandi Haustið 2014 hrakaði heilsu Heiðrúnar mjög og varð hún veikari og veikari. Hún var mjög verkjuð, fann fyrir beinverkjum, liðverkjum og hausverkjum og þjáðist af nætursvita og flensueinkennum. Það tók sinn toll og hafði mikil áhrif á andlega heilsu Heiðrúnar líka. Hún lýsir því að hún hafi tekið verkjalyf daglega, var enn að glíma við magavandamál og fljótlega fór hún að finna fyrir fæðuóþoli fyrir ákveðinni sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður. „Heimilislæknir nefndi vefjagigt, ég hitti taugalækni, fór í CT skanna. Blóðprufur voru nánast eðlilegar en alltaf hækkun á CRP eins og það væri sýking sem aldrei fannst,“ segir Heiðrún en fljótlega kom í ljós að mygla væri í húsnæðinu hennar sem olli ofnæmisviðbrögðum. „Enginn annar í húsinu veiktist samt en ónæmiskerfið mitt var lélegt og ég næmari. Helling lagaðist við að losa sig við allt og flytja þaðan. Áfram fékk ég skrýtnar sýkingar; í fótinn, móðurlífið, þvagblöðru, augað og fleira furðulegt. Ég fékk pensilín ofnæmi þetta ár. Í lok 2015 fór ég í 3 mánaða veikinda leyfi frà vinnu vegna mikillar streitu, brann út andlega eftir allt sem var á undan gengið. Fór á kvíða og þunglyndislyf tímabundið.“Ekkert gekk fyrr en púðarnir fóru Árið 2016 ákvað Heiðrún að fara að vinna í sjálfri sér og fór að stunda hugleiðslu og jóga sem og að passa upp á matarræði og svefn. Það hafi breytt miklu og henni leið mun betur en þrátt fyrir það fann hún enn fyrir þreytu, liðverkjum, stirðleika, einbeitingarleysi og fleiri einkennum. Heiðrún varð svo ólétt og fór meðgangan vel í hana að hennar sögn. Það væri eins og líkaminn hefði fengið annað verkefni og nýjan fókus. Hún hafi þar að auki ekki verið mikið að segja öðru fólki frá öllum þessum einkennum, hún þoldi þau og tók þeim ekki of alvarlega þar sem hún að aldurinn væri að segja til sín. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem Heiðrún fékk sendan lista af einkennum fyrir Breast implant illness (BBI). Í apríl fékk hún svo tíma hjá lýtalækni og voru púðarnir fjarlægðir þann 15. maí síðastliðinn. „Mér hefur bókstaflega ALDREI liðið betur! Ég þorði ekki að nefna þessi sjálfsofnæmis einkenni sem ástæðu fyrir því að láta taka púðanna ef þetta væri svo ekki málið. Sagði bakverki og þyngsl vera ástæðuna,“ segir Heiðrún. „Ég vakna ekki stirð, er ekki með beinverki eða liðverki, hef fengið örsjaldan höfuðverki, meltingin góð, er miklu miklu orkumeiri og ferskari og hressari,“ bætir hún við. Í samtali við Vísi segir Heiðrún það vera mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða þar sem tugir þúsunda upplifa svipuð einkenni vegna þeirra. Verði saga hennar til þess að ein kona endurheimti heilsu sína sé það þess virði. Heiðrún bendir á hópinn BII Ísland þar sem hægt er að fræðast um Breast implant illness. Heiðrún birti lista yfir einkenni sem geta fylgt BII á Facebook-síðu sinni. Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Heiðrún Arna Friðriksdóttir var tvítug þegar hún ákvað að fá sér brjóstapúða. Hún hafði eignast barn, var ung móðir og vildi vera „kvenlegri“ eins og hún orðar það sjálf. Hún segist óska þess að geta sagt ungu sér að sú ákvörðun væri óþarfi enda átti hún eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér. „Mér fannst svo ómögulegt að vera með tóm brjóst svona ung og leið ekki vel út af því og þess vegna fékk ég mér púða, eins og svo margar,“ segir Heiðrún í samtali við Vísi. Árið 2013, tveimur árum eftir að hún skipti fyrstu púðunum út fyrir nýja, hafi hún farið að finna fyrir furðulegum einkennum á borð við lélega meltingu og ýmis magavandamál. Í kjölfarið fór Heiðrún í ristilsspeglun og magaspeglun en ekkert fannst. Í ofanálag fékk hún síendurteknar blöðrubólgur og sýkingu vegna lykkjunnar sem þurfti að fjarlægja. Ári síðar urðu einkennin alvarlegri og fleiri heilsufarsvandamál komu upp. „Árið 2014 fór ég að fá ýmis einkenni frá taugakerfinu og blóðprufa sýndi hækkun á CPR,“ segir hún og nefnir þar fjörfisk, doða í andliti, þreytu, máttleysi, hausverki og fleira. Hún hafi einnig verið með B12 vítamínskort þrátt fyrir að vera ekki grænmetisæta og þurfti hún að sprauta sig reglulega með vítamíninu.Ástandið fór versnandi Haustið 2014 hrakaði heilsu Heiðrúnar mjög og varð hún veikari og veikari. Hún var mjög verkjuð, fann fyrir beinverkjum, liðverkjum og hausverkjum og þjáðist af nætursvita og flensueinkennum. Það tók sinn toll og hafði mikil áhrif á andlega heilsu Heiðrúnar líka. Hún lýsir því að hún hafi tekið verkjalyf daglega, var enn að glíma við magavandamál og fljótlega fór hún að finna fyrir fæðuóþoli fyrir ákveðinni sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður. „Heimilislæknir nefndi vefjagigt, ég hitti taugalækni, fór í CT skanna. Blóðprufur voru nánast eðlilegar en alltaf hækkun á CRP eins og það væri sýking sem aldrei fannst,“ segir Heiðrún en fljótlega kom í ljós að mygla væri í húsnæðinu hennar sem olli ofnæmisviðbrögðum. „Enginn annar í húsinu veiktist samt en ónæmiskerfið mitt var lélegt og ég næmari. Helling lagaðist við að losa sig við allt og flytja þaðan. Áfram fékk ég skrýtnar sýkingar; í fótinn, móðurlífið, þvagblöðru, augað og fleira furðulegt. Ég fékk pensilín ofnæmi þetta ár. Í lok 2015 fór ég í 3 mánaða veikinda leyfi frà vinnu vegna mikillar streitu, brann út andlega eftir allt sem var á undan gengið. Fór á kvíða og þunglyndislyf tímabundið.“Ekkert gekk fyrr en púðarnir fóru Árið 2016 ákvað Heiðrún að fara að vinna í sjálfri sér og fór að stunda hugleiðslu og jóga sem og að passa upp á matarræði og svefn. Það hafi breytt miklu og henni leið mun betur en þrátt fyrir það fann hún enn fyrir þreytu, liðverkjum, stirðleika, einbeitingarleysi og fleiri einkennum. Heiðrún varð svo ólétt og fór meðgangan vel í hana að hennar sögn. Það væri eins og líkaminn hefði fengið annað verkefni og nýjan fókus. Hún hafi þar að auki ekki verið mikið að segja öðru fólki frá öllum þessum einkennum, hún þoldi þau og tók þeim ekki of alvarlega þar sem hún að aldurinn væri að segja til sín. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem Heiðrún fékk sendan lista af einkennum fyrir Breast implant illness (BBI). Í apríl fékk hún svo tíma hjá lýtalækni og voru púðarnir fjarlægðir þann 15. maí síðastliðinn. „Mér hefur bókstaflega ALDREI liðið betur! Ég þorði ekki að nefna þessi sjálfsofnæmis einkenni sem ástæðu fyrir því að láta taka púðanna ef þetta væri svo ekki málið. Sagði bakverki og þyngsl vera ástæðuna,“ segir Heiðrún. „Ég vakna ekki stirð, er ekki með beinverki eða liðverki, hef fengið örsjaldan höfuðverki, meltingin góð, er miklu miklu orkumeiri og ferskari og hressari,“ bætir hún við. Í samtali við Vísi segir Heiðrún það vera mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsofnæmi vegna brjóstapúða þar sem tugir þúsunda upplifa svipuð einkenni vegna þeirra. Verði saga hennar til þess að ein kona endurheimti heilsu sína sé það þess virði. Heiðrún bendir á hópinn BII Ísland þar sem hægt er að fræðast um Breast implant illness. Heiðrún birti lista yfir einkenni sem geta fylgt BII á Facebook-síðu sinni.
Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira