Ekki skemma miðbæinn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 5. júlí 2019 07:00 Framkvæmdir í miðborginni hafa leitt til þess að hún er að missa sjarmann. Áður sást víða yfir sundin en núna skyggja byggingar á útsýni. Úr borginni flýja rekstraraðilar og margir forðast að koma í bæinn nema til að sækja skemmtanalífið. Niðurstöður Zenter rannsókna staðfesta þetta ásamt almennri óánægju með framkvæmdir og breytingar. Mistekist hefur að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti. Þess í stað eru götur miðbæjarins þrengdar, þeim lokað og illa skipulagðar ljósastýringar og hraðahindranir settar upp. Nú er búið að hrekja stóran hluta reksturs úr miðbænum og sækja Miðbæingar meira verslun í Vesturbæinn. Mýrargata og Hringbraut eru sprungnar. Beygjuljósið við Geirsgötu logar í allt of stuttan tíma og veldur töfum við Hringbrautina.Hvernig getur bærinn orðið fyrir alla? Til að gera miðbæinn líflegan verður hann að vera fyrir alla, hafa aðgengi fyrir alla, sama með hvaða leiðum þeir koma. Lengi var ekki byggt nægjanlega í Reykjavík og fjöldi fólks ýmist heimilislaust eða fór annað. Nú er ofgnótt af dýrum íbúðum sem ekki seljast á meðan mörg hundruð bíða eftir hagkvæmu eða félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur um hvernig létta má á umferð og bæta aðgengi en þær felldar eða vísað frá. Ein stærstu mistök meirihlutans eru að hugsa ekki fyrir þörfum allra. Hér þarf að koma inn ný hugsun sem er sú að minnka tafir fyrir alla, líka þá sem eru á bílum. Ferð hvers einstaklings skiptir máli. Borgarlína á að leysa vandann en mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvar liggur hún, hvernig farartæki er hún og hvernig knúin? Hvað kostar að reka borgarlínu og hver á að reka hana? Vandinn er núna og á honum þarf að taka. Nýta þarf tæknina til að auka umferðarflæði. Setja stýrikerfi á umferðarljós sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins. Nota tölvukerfi til að mæla flæðið, hindranir og tafir. Að hindra aðgengi eða refsa bíleigendum með aukinni gjald- og skattlagningu er ekki leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdir í miðborginni hafa leitt til þess að hún er að missa sjarmann. Áður sást víða yfir sundin en núna skyggja byggingar á útsýni. Úr borginni flýja rekstraraðilar og margir forðast að koma í bæinn nema til að sækja skemmtanalífið. Niðurstöður Zenter rannsókna staðfesta þetta ásamt almennri óánægju með framkvæmdir og breytingar. Mistekist hefur að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti. Þess í stað eru götur miðbæjarins þrengdar, þeim lokað og illa skipulagðar ljósastýringar og hraðahindranir settar upp. Nú er búið að hrekja stóran hluta reksturs úr miðbænum og sækja Miðbæingar meira verslun í Vesturbæinn. Mýrargata og Hringbraut eru sprungnar. Beygjuljósið við Geirsgötu logar í allt of stuttan tíma og veldur töfum við Hringbrautina.Hvernig getur bærinn orðið fyrir alla? Til að gera miðbæinn líflegan verður hann að vera fyrir alla, hafa aðgengi fyrir alla, sama með hvaða leiðum þeir koma. Lengi var ekki byggt nægjanlega í Reykjavík og fjöldi fólks ýmist heimilislaust eða fór annað. Nú er ofgnótt af dýrum íbúðum sem ekki seljast á meðan mörg hundruð bíða eftir hagkvæmu eða félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur um hvernig létta má á umferð og bæta aðgengi en þær felldar eða vísað frá. Ein stærstu mistök meirihlutans eru að hugsa ekki fyrir þörfum allra. Hér þarf að koma inn ný hugsun sem er sú að minnka tafir fyrir alla, líka þá sem eru á bílum. Ferð hvers einstaklings skiptir máli. Borgarlína á að leysa vandann en mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvar liggur hún, hvernig farartæki er hún og hvernig knúin? Hvað kostar að reka borgarlínu og hver á að reka hana? Vandinn er núna og á honum þarf að taka. Nýta þarf tæknina til að auka umferðarflæði. Setja stýrikerfi á umferðarljós sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins. Nota tölvukerfi til að mæla flæðið, hindranir og tafir. Að hindra aðgengi eða refsa bíleigendum með aukinni gjald- og skattlagningu er ekki leiðin.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar