Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2019 07:00 Lögfræðingar Ríkisskattstjóra eru enn að meta úrskurð Persónuverndar. fréttablaðið/Anton Brink Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í ár. Nýlega var tekin ákvörðun hjá Ríkisskattstjóra um að í álagningarskrám verði einstaklingar greinanlegir hver frá öðrum. Það er að nöfn, fæðingardagar og heimilisföng munu verða birt. Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar, segir hins vegar að endanleg ákvörðun um birtingu einstakra gjaldflokka hafi ekki enn verið tekin. Fjölmiðlar hafa unnið tölurnar upp úr þeim með ákveðinni reikniformúlu og farið gæti svo að hún reyndist gagnslaus eða brengluð. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra þar til 19. ágúst. Því fylgdi töluvert rask fyrir þá fjölmiðla sem hafa á undanförnum árum gefið út tekjublöð, Frjálsa verslun og DV. Frjáls verslun, sem jafnan kemur út fimm sinnum á ári, hefur ekki gefið út blað síðan í mars. Að sögn Trausta Hafliðasonar ritstjóra er stefnan sett á að gefa út tvö blöð í ágúst. Tekjublað og 80 ára afmælisblað. Í samtali við Fréttablaðið segir Trausti: „Við höfum miðað allan okkar undirbúning við að gefa út tekjublað um miðjan ágúst. En þetta er ekki í okkar höndum. Það gefur augaleið að ef þessar upplýsingar verða ekki birtar þá mun tekjublað Frjálsrar verslunar ekki koma út, né annarra.“ Ef fer svo að fjölmiðlarnir geti ekki gefið út tekjublöð er ljóst að það verður mikið högg fyrir þá. Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins og auglýsingasalan hleypur á milljónum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira