Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-0 | Steindautt markalaust jafntefli í Garðabænum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 3. júlí 2019 21:00 Stephany Mayor er í lykilhlutverki hjá Þór/KA. Vísir/Bára Þór/KA og Stjarnan gerðu í kvöld 0-0 jafntefli í 8. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Gestirnir frá Akureyri voru taldir vera sigurstranglegri fyrir leik en Stjarnan er búin að tapa seinustu þremur leikjum sínum í deildinni. Það var heilt yfir lítið um færi en Stjarnan átti þó aðeins fleiri. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik. Fyrstu tuttugu mínúturnar var jafnt á milli liðanna en síðan tók Þór/KA völdin í leiknum. Þór/KA fengu eftir tuttugu mínútur þrjár hornspyrnur í röð. Ekkert kom upp úr þeim en þetta setti dálítið tóninn fyrir það sem var eftir af hálfleiknum. Þór/KA áttu nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik en ekkert til að hrópa húrra yfir. Stjarnan áttu í miklum erfiðleikum með að koma boltanum inn í teiginn en Þór/KA vörnin var að loka vel. Stjarnan kom með látum inn í seinni hálfleikinn en eftir flotta stungusendingu frá Eddu Maríu Birgisdóttur var Diljá Ýr Zomers næstum því búin að koma Stjörnunni yfir. Við tók rólegur kafli þar sem ekkert raunverulegt færi kom í tæplega korter. Sóknarleikur Þór/KA var mjög hugmyndasnauður í seinni hálfleik og lýsir það sér best í því hvernig að þeirra besta færi var boltinn að detta fyrir Söndru í teignum. Á 60. mínútu skoraði Dilja Ýr Zomers mark fyrir Stjörnuna en aðstoðardómarinn flautaði rangstöðu, miðað við lítil mótmæli frá Stjörnunni var þetta bara hárrréttur dómur. Við tók örugglega fjörugasta korter leiksins en bæði lið áttu sín bestu færi þarna. Stjarnan átti nokkur hálffæri en eitt dauðafæri. Diljá Ýr Zomers var nálægt því að skalla boltanum í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Maríu Sól Jakobsdóttur. Í næstu sókn fékk Sandra Mayor síðan besta færi Þór/KA þegar boltinn datt hjá henni í miðjum teignum. Hún hitti boltann ekki nægilega vel hinsvegar og skotið fór lengst yfir. Undir lokin var Stjarnan nokkrum sinnum nálægt því að taka stigin þrjú en það vantaði alltaf herslumuninn. Besta færið var eflaust í uppbótartíma þegar María Eva Eyjólfsdóttir kom með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem nafna hennar var. María Sól hitti boltann hinsvegar ekki nægilega vel og Harpa markmaður gat Þór/KA gripið boltann þægilega. Af hverju var jafntefli? Báðar varnir voru virkilega flottar í kvöld. Það má kannski alveg gagnrýna sóknirnar en sérstaklega Stjörnuvörnin var gríðarlega þétt í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Vörnin hjá Stjörnunni var rosalega þétt. Anna María Baldursdóttir var bara að spila sinn annan leik í sumar en hún er búin að vera að glíma við meiðsli. Það sást vel hvað hún gaf liðinu mikið og hvað hún batt vörnina vel saman. Arna Dís Arnþórsdóttir átti líka glimrandi leik í hægri bakverðinum en hún átti oft mjög góðar sendingar auk þess að loka vel varnarlega. Edda María stýrði leiknum vel af miðjunni, vann boltann oft og gaf síðan oftar en ekki réttu sendingarnar. Arna Sif og Bianca voru öryggið uppmálað í vörninni hjá Þór/KA. Það var lítið sem komst framhjá þeim og ef eitthvað var það oftast ekki mjög hættulegt. Sóknarlega voru Diljá Ýr Zomers og María Sól Jakobsdóttir örugglega bestar í kvöld. Þær náðu nokkrum sinnum að skapa mjög hættuleg færi auk þess að taka oft góð hlaup þar sem sendingarnar rötuðu kannski ekki beint í lappirnar á þeim. Það vantaði herslumuninn nokkrum sinnum hjá þeim en fínar frammistöður samt sem áður. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA var mjög hugmyndasnauður og lélegur í kvöld bara. Þær sköpuðu sér einhver hálffæri í fyrri hálfleik en það vantaði dálítið tengingu milli miðju og sóknar. Vörnin hjá Stjörnunni gerði síðan gríðarlega vel í að loka á Söndru Mayor en alltaf ef hún komst fram hjá einni var önnur tilbúin á móti henni. Hvað gerist næst? Stjarnan heimsækir KR á þriðjudaginn í lokaumferð fyrri helmingsins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu í besta sætinu. Þór/KA fær HK/Víking í heimsókn næstkomandi miðvikudag í baráttu samsettu liðanna. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Kristján: Eins og Spiderman í markinu„Fyrri hálfleikur var frekar jafn fannst mér, tilfinningin var allavega sú. Seinni hálfleikurinn hjá okkur var nokkuð góður og það var kafli í honum sem við erum bara mjög nálægt því að ná góðum tökum á leiknum og skora síðan. Varnarleikurinn var fínn og við sköpuðum okkur allavega tvö mjög góð færi. Heppnin var ekki með okkur núna,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar um frammistöðu kvöldsins. Stjarnan fékk skell í seinasta leik en þær töpuðu 5-0 í Keflavík. Varnarleikurinn var töluvert betri í kvöld og sýndi þessi endurkoma milli leikja karakter. „Leikurinn var bara margfalt betri en við sýndum í seinustu umferð. Það var gaman að sjá hvernig stelpurnar fylgdu eftir upplegginu, að koma tilbaka og vinna sig aftur inn í mótið með því að ná sér í stig hérna í kvöld.” Birta Guðlaugsdóttir markmaður Stjörnunnar var gríðarlega örugg í sínum aðgerðum í kvöld. Þór/KA voru með 11 hornspyrnur og manni líður eins og hún hafi gripið þær allar. „Hún flýgur út í þetta. Hún er nánast eins og Spiderman bara að grípa þetta allt saman. Mjög vel gert hjá henni.” Snædís María Jörundsdóttir 15 ára stelpa spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni. Ekki nóg með að fá fyrsta leikinn fékk hún að byrja og ekki gegn slöku liði. „Það kom óvænt upp meiðsli hjá okkur og það var bara ekki um neitt annað að gera en að henda henni inn. Við vissum alveg að hún er með styrkleika og persónuleika til að standa undir því. Mér fannst hún spila vel.” „Kristaltær hugur hjá henni að vinna og æfa vel. Hún hugsar mjög vel um sig og markmiðin hennar eru tær. Hún ætlar sér þetta, er tilbúin og vill þetta. Það er fyrst og fremst hvernig hugarfarið er rétt hjá henni.” Félagsskiptaglugginn var að opna og Stjörnunni vantar leikmenn uppá breiddina en meiðslalistinn er langur. Auk þess sem Renae Cuellar fór frá félaginu í vikunni. „Ég á nú von á við bætum við okkur leikmönnum mjög fljótlega vonandi. Við erum bæði með leikmenn á láni sem við ætlum aðeins að skoða hvað við gerum með. Þær fá nú allar að taka þátt í þeirri ákvörðun hvort að þær komi tilbaka eða ekki. Svo eru nokkrar á meiðslalistanum, svo erum við núna með leikmann í landsliðsverkefni. Við þurfum aðeins að týna inn utanaðkomandi leikmenn. Líka aðeins til að gefa öðrum leikmönnum trú á að það sé verið að styrkja og hugsa um að sækja áfram í mótinu.” Eru einhver sérstök nöfn sem þú vilt nefna? „Það borgar sig ekki. Þegar maður er búinn að finna leikmanninn og er allt er komið í stand þá tekur bara eitthvað stórveldi úti í Evrópu yfir og hreinsar upp samninginn. Ég hef trú á að við verðum komin með leikmann núna í þessari viku.” Donni: Þór/KA er stórveldi„Ég er mjög svekktur. Mér fannst þetta svolítið þunglamalegt hjá okkur, við hefðum getað gert betur í þessum leik. Við hefðum getað komið okkur í betri stöður til að búa til færi af einhverju viti. Við fengum eitt gott færi eftir að boltinn datt fyrir okkur í teignum. Þær fá aftur á móti tvö dauðafæri. Við getum í rauninni bara þakkað fyrir stigið, “sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA aðspurður hvað honum fannst um leikinn. Þór/KA áttu í bölvuðu brasi með að skapa sér færi í leiknum. Vörnin hjá Stjörnunni var góð en Donni getur ekki verið ánægður með sköpunargetuna sóknarlega. „Við héldum boltanum bara ágætlega allan leikinn. Við sköpuðum okkur bara alltof fáar leikstöður, þær voru þó fleiri í seinni hálfleik. Það var bara dauft yfir því sem var að gerast inni í teignum hjá okkur. Við náðum ekki að koma okkur í góðar leikstöður. Við náðum ekki að reka endahnútinn á þær þegar það gerðist. Við fengum 11 horn aftur á móti, mjög svekkjandi að ná ekki að nýta neitt af þeim.” Félagsskiptaglugginn var að opna og hann bíður oft uppá möguleika. Þór/KA er með þunnan og brothættan hóp svo það eru einhverjar líkur á að það bætist í hann í glugganum. „Við sjáum til hvað setur. Við tökum einhverja leikmenn úr varaliðinu okkar sem er Hamrarnir. Það verður annars bara að koma í ljós og er í skoðun skulum við bara segja. Hópurinn okkar er alls ekki stór og ef eitthvað er þá er hann bara frekar lítill. Við missum síðan 4 leikmenn í skóla til Bandaríkjanna ofan á það. Ég myndi segja að við þyrftum klárlega á leikmönnum að halda en sjáum hvað setur.” Þór/KA vann risasigur í bikarnum um helgina þegar þær unnu topplið Vals 3-2 fyrir norðan. Donni var samt ekki sammála því að stelpurnar hafi farið aðeins of hágt upp eftir sigurinn. „Nei, nei. Þór/KA er stórveldi og hefur verið síðustu tvö ár. Við höfum verið í fyrsta og öðru sæti síðustu tvö ár, við ætlum að vera í titilbaráttu og við vitum alveg hvað við getum. Við ætlum að vinna þetta lið hjá Stjörnunni það er engin spurning. Stjarnan gerði bara vel í dag. Það er mismunadi eftir hverjum maður spilar á móti hvernig maður nálgast leikina. Við spiluðum á móti Val, við vorum með gott plan þá og það gekk vel. Við vorum með annað plan núna í dag og það gekk bara ekki á móti mjög skipulögðu Stjörnuliði sem hafa staðið sig vel á heimavelli. Þær eru búnar að vinna þrjá held ég og tapa einum. Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA og Stjarnan gerðu í kvöld 0-0 jafntefli í 8. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Gestirnir frá Akureyri voru taldir vera sigurstranglegri fyrir leik en Stjarnan er búin að tapa seinustu þremur leikjum sínum í deildinni. Það var heilt yfir lítið um færi en Stjarnan átti þó aðeins fleiri. Það var lítið um færi í fyrri hálfleik. Fyrstu tuttugu mínúturnar var jafnt á milli liðanna en síðan tók Þór/KA völdin í leiknum. Þór/KA fengu eftir tuttugu mínútur þrjár hornspyrnur í röð. Ekkert kom upp úr þeim en þetta setti dálítið tóninn fyrir það sem var eftir af hálfleiknum. Þór/KA áttu nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik en ekkert til að hrópa húrra yfir. Stjarnan áttu í miklum erfiðleikum með að koma boltanum inn í teiginn en Þór/KA vörnin var að loka vel. Stjarnan kom með látum inn í seinni hálfleikinn en eftir flotta stungusendingu frá Eddu Maríu Birgisdóttur var Diljá Ýr Zomers næstum því búin að koma Stjörnunni yfir. Við tók rólegur kafli þar sem ekkert raunverulegt færi kom í tæplega korter. Sóknarleikur Þór/KA var mjög hugmyndasnauður í seinni hálfleik og lýsir það sér best í því hvernig að þeirra besta færi var boltinn að detta fyrir Söndru í teignum. Á 60. mínútu skoraði Dilja Ýr Zomers mark fyrir Stjörnuna en aðstoðardómarinn flautaði rangstöðu, miðað við lítil mótmæli frá Stjörnunni var þetta bara hárrréttur dómur. Við tók örugglega fjörugasta korter leiksins en bæði lið áttu sín bestu færi þarna. Stjarnan átti nokkur hálffæri en eitt dauðafæri. Diljá Ýr Zomers var nálægt því að skalla boltanum í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Maríu Sól Jakobsdóttur. Í næstu sókn fékk Sandra Mayor síðan besta færi Þór/KA þegar boltinn datt hjá henni í miðjum teignum. Hún hitti boltann ekki nægilega vel hinsvegar og skotið fór lengst yfir. Undir lokin var Stjarnan nokkrum sinnum nálægt því að taka stigin þrjú en það vantaði alltaf herslumuninn. Besta færið var eflaust í uppbótartíma þegar María Eva Eyjólfsdóttir kom með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem nafna hennar var. María Sól hitti boltann hinsvegar ekki nægilega vel og Harpa markmaður gat Þór/KA gripið boltann þægilega. Af hverju var jafntefli? Báðar varnir voru virkilega flottar í kvöld. Það má kannski alveg gagnrýna sóknirnar en sérstaklega Stjörnuvörnin var gríðarlega þétt í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Vörnin hjá Stjörnunni var rosalega þétt. Anna María Baldursdóttir var bara að spila sinn annan leik í sumar en hún er búin að vera að glíma við meiðsli. Það sást vel hvað hún gaf liðinu mikið og hvað hún batt vörnina vel saman. Arna Dís Arnþórsdóttir átti líka glimrandi leik í hægri bakverðinum en hún átti oft mjög góðar sendingar auk þess að loka vel varnarlega. Edda María stýrði leiknum vel af miðjunni, vann boltann oft og gaf síðan oftar en ekki réttu sendingarnar. Arna Sif og Bianca voru öryggið uppmálað í vörninni hjá Þór/KA. Það var lítið sem komst framhjá þeim og ef eitthvað var það oftast ekki mjög hættulegt. Sóknarlega voru Diljá Ýr Zomers og María Sól Jakobsdóttir örugglega bestar í kvöld. Þær náðu nokkrum sinnum að skapa mjög hættuleg færi auk þess að taka oft góð hlaup þar sem sendingarnar rötuðu kannski ekki beint í lappirnar á þeim. Það vantaði herslumuninn nokkrum sinnum hjá þeim en fínar frammistöður samt sem áður. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þór/KA var mjög hugmyndasnauður og lélegur í kvöld bara. Þær sköpuðu sér einhver hálffæri í fyrri hálfleik en það vantaði dálítið tengingu milli miðju og sóknar. Vörnin hjá Stjörnunni gerði síðan gríðarlega vel í að loka á Söndru Mayor en alltaf ef hún komst fram hjá einni var önnur tilbúin á móti henni. Hvað gerist næst? Stjarnan heimsækir KR á þriðjudaginn í lokaumferð fyrri helmingsins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu í besta sætinu. Þór/KA fær HK/Víking í heimsókn næstkomandi miðvikudag í baráttu samsettu liðanna. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Kristján: Eins og Spiderman í markinu„Fyrri hálfleikur var frekar jafn fannst mér, tilfinningin var allavega sú. Seinni hálfleikurinn hjá okkur var nokkuð góður og það var kafli í honum sem við erum bara mjög nálægt því að ná góðum tökum á leiknum og skora síðan. Varnarleikurinn var fínn og við sköpuðum okkur allavega tvö mjög góð færi. Heppnin var ekki með okkur núna,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar um frammistöðu kvöldsins. Stjarnan fékk skell í seinasta leik en þær töpuðu 5-0 í Keflavík. Varnarleikurinn var töluvert betri í kvöld og sýndi þessi endurkoma milli leikja karakter. „Leikurinn var bara margfalt betri en við sýndum í seinustu umferð. Það var gaman að sjá hvernig stelpurnar fylgdu eftir upplegginu, að koma tilbaka og vinna sig aftur inn í mótið með því að ná sér í stig hérna í kvöld.” Birta Guðlaugsdóttir markmaður Stjörnunnar var gríðarlega örugg í sínum aðgerðum í kvöld. Þór/KA voru með 11 hornspyrnur og manni líður eins og hún hafi gripið þær allar. „Hún flýgur út í þetta. Hún er nánast eins og Spiderman bara að grípa þetta allt saman. Mjög vel gert hjá henni.” Snædís María Jörundsdóttir 15 ára stelpa spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni. Ekki nóg með að fá fyrsta leikinn fékk hún að byrja og ekki gegn slöku liði. „Það kom óvænt upp meiðsli hjá okkur og það var bara ekki um neitt annað að gera en að henda henni inn. Við vissum alveg að hún er með styrkleika og persónuleika til að standa undir því. Mér fannst hún spila vel.” „Kristaltær hugur hjá henni að vinna og æfa vel. Hún hugsar mjög vel um sig og markmiðin hennar eru tær. Hún ætlar sér þetta, er tilbúin og vill þetta. Það er fyrst og fremst hvernig hugarfarið er rétt hjá henni.” Félagsskiptaglugginn var að opna og Stjörnunni vantar leikmenn uppá breiddina en meiðslalistinn er langur. Auk þess sem Renae Cuellar fór frá félaginu í vikunni. „Ég á nú von á við bætum við okkur leikmönnum mjög fljótlega vonandi. Við erum bæði með leikmenn á láni sem við ætlum aðeins að skoða hvað við gerum með. Þær fá nú allar að taka þátt í þeirri ákvörðun hvort að þær komi tilbaka eða ekki. Svo eru nokkrar á meiðslalistanum, svo erum við núna með leikmann í landsliðsverkefni. Við þurfum aðeins að týna inn utanaðkomandi leikmenn. Líka aðeins til að gefa öðrum leikmönnum trú á að það sé verið að styrkja og hugsa um að sækja áfram í mótinu.” Eru einhver sérstök nöfn sem þú vilt nefna? „Það borgar sig ekki. Þegar maður er búinn að finna leikmanninn og er allt er komið í stand þá tekur bara eitthvað stórveldi úti í Evrópu yfir og hreinsar upp samninginn. Ég hef trú á að við verðum komin með leikmann núna í þessari viku.” Donni: Þór/KA er stórveldi„Ég er mjög svekktur. Mér fannst þetta svolítið þunglamalegt hjá okkur, við hefðum getað gert betur í þessum leik. Við hefðum getað komið okkur í betri stöður til að búa til færi af einhverju viti. Við fengum eitt gott færi eftir að boltinn datt fyrir okkur í teignum. Þær fá aftur á móti tvö dauðafæri. Við getum í rauninni bara þakkað fyrir stigið, “sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA aðspurður hvað honum fannst um leikinn. Þór/KA áttu í bölvuðu brasi með að skapa sér færi í leiknum. Vörnin hjá Stjörnunni var góð en Donni getur ekki verið ánægður með sköpunargetuna sóknarlega. „Við héldum boltanum bara ágætlega allan leikinn. Við sköpuðum okkur bara alltof fáar leikstöður, þær voru þó fleiri í seinni hálfleik. Það var bara dauft yfir því sem var að gerast inni í teignum hjá okkur. Við náðum ekki að koma okkur í góðar leikstöður. Við náðum ekki að reka endahnútinn á þær þegar það gerðist. Við fengum 11 horn aftur á móti, mjög svekkjandi að ná ekki að nýta neitt af þeim.” Félagsskiptaglugginn var að opna og hann bíður oft uppá möguleika. Þór/KA er með þunnan og brothættan hóp svo það eru einhverjar líkur á að það bætist í hann í glugganum. „Við sjáum til hvað setur. Við tökum einhverja leikmenn úr varaliðinu okkar sem er Hamrarnir. Það verður annars bara að koma í ljós og er í skoðun skulum við bara segja. Hópurinn okkar er alls ekki stór og ef eitthvað er þá er hann bara frekar lítill. Við missum síðan 4 leikmenn í skóla til Bandaríkjanna ofan á það. Ég myndi segja að við þyrftum klárlega á leikmönnum að halda en sjáum hvað setur.” Þór/KA vann risasigur í bikarnum um helgina þegar þær unnu topplið Vals 3-2 fyrir norðan. Donni var samt ekki sammála því að stelpurnar hafi farið aðeins of hágt upp eftir sigurinn. „Nei, nei. Þór/KA er stórveldi og hefur verið síðustu tvö ár. Við höfum verið í fyrsta og öðru sæti síðustu tvö ár, við ætlum að vera í titilbaráttu og við vitum alveg hvað við getum. Við ætlum að vinna þetta lið hjá Stjörnunni það er engin spurning. Stjarnan gerði bara vel í dag. Það er mismunadi eftir hverjum maður spilar á móti hvernig maður nálgast leikina. Við spiluðum á móti Val, við vorum með gott plan þá og það gekk vel. Við vorum með annað plan núna í dag og það gekk bara ekki á móti mjög skipulögðu Stjörnuliði sem hafa staðið sig vel á heimavelli. Þær eru búnar að vinna þrjá held ég og tapa einum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti