Mótmælt af krafti á fyrsta degi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. Nordicphotos/AFP Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent