Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 2. júlí 2019 15:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, kynntu aðgerðirnar í Elliðaárdalnum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til að binda kolefni og stöðva losun þess frá framræstu votlendi. Áætlað er að umfang landgræðslu og skógræktar verði tvöfaldað og endurheimt votlendis verði aukin til muna næstu fjögur árin. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að áætlað sé að árlegur „loftslagsávinningur“ af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis verði um 50% meiri árið 2030 frá því sem nú er með aðgerðunum sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynntu. Ávinningurinn á að aukast um 110% árið 2050 og nema um 2,1 milljón tonna af koltvísýringi sem verða bundin eða komið verður í veg fyrir að verði losuð. Á milli 2018 til 2022 er áætlað að árlegt umfang landgræðslu tvöfaldist með aðgerðum um allt landið. Einnig er gert ráð fyrir að umfang skógræktar tvöfaldist á sama tíma. Gengið verður út frá því að árlegt umfang endurheimtar votlendis aukist úr um 45 hektara að meðaltali í um 500 hektara árið 2022. Lögð verður áhersla á aðgerðir sem beinast að landi þar sem kolefni tapast úr jarðvegi. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2019 til 2023 er gert ráð fyrir að 2,1 milljarði króna verði varið í verkefni til að auka kolefnisbindingu og draga úr losun frá landi. Auk kolefnisbindingar er aðgerðunum ætlað að vinna gegn landhnignun og efla líffræðilega fjölbreytni með endurheimt vistkerfa, svo sem votlendis, birkiskóga og víðikjarrs og fjölbreyttri skógrækt.Aðgerðirnar halda meira en 400.000 tonnum af koltvísýringi frá andrúmsloftinu Í skýrslu um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála sem gefin var út í dag kemur fram að aðgerðirnar eigi að hjálpa íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu til 2030 og að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Saman eiga aukin kolefnisbinding og stöðvun losunar frá landi að auka það magn sem haldið er frá andrúmslofti jarðar úr 770 þúsund tonnum koltvísýringsígilda í 1.140 þúsund tonn á ári árið 2030. Árið 2040 á að hafa tekist að binda og koma í veg fyrir losun á 1.630 þúsund tonnum og 2.090 þúsund tonnum árið 2050. Kolefnisbinding eigi að halda áfram að aukast eftir það. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi 4.755 þúsund tonn koltvísýringsígilda árið 2017. Þar af var losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 2.900 tonn. Það ár voru 258 þúsund tonn bundin með skógrækt og 255 þúsund tonn með landgræðslu. Forsendur aðgerðanna eru að árleg binding kolefnis sé 2,5 tonn koltvísýringsígilda á hektara með landgræðslu og tíu tonn með skógrækt. Með endurheimt votlendis sé dregið úr losun frá landi um tuttugu tonn koltvísýringsígilda. Auknu aðgerðirnar eiga að skila því að 5.000 tonn koltvísýringsígilda til viðbótar verði bundin eða ekki losuð frá landi á þessu ári. Það eru tæp 0,2% af losun ársins 2017 sem var á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2022 eiga 70.000 tonn að hafa bæst við ávinning af skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.Guðmundur Ingi heldur á lofti skýrslu stjórnvalda um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála.Vísir/VilhelmStyrkja frekari rannsóknir á áhrifum votlendis Í skógrækt er gert ráð fyrir að umfang helstu verkefna aukist úr um 1.100 hekturum á ári í 2.300 hektara árið 2022. Það á að skila kolefnisbindingu sem samsvarar um 33.000 tonnum koltvísýringsígilda. Í landgræðslu á að rækta upp 12.000 hektara á ári á tímabilinu 2019 til 2022, helmingi meira en þeir 6.000 hektarar sem voru græddir í fyrra. Aukningin á að samsvara 27.000 tonnum af kolefnisbindingu. Viðurkennt er í skýrslunni að rannsóknir á áhrifum þurrkunar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda sé skemmra á veg komnar en rannsóknar á kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin boðar stuðning við auknar rannsóknar til að afla frekari grunnþekkingar á endurheimt votlendis á næstu árum. Bændur og félagasamtök taki þátt Áformin sem kynnt voru í dag miða við að árlegt umfang í verkefninu Skógrækt á lögbýlum tvöfaldist á árunum 2018-2022 og að umfang verkefnisins „Bændur græða landið“ ríflega þrefaldist. Stuðningur úr Landbótasjóði Landgræðslunnar verður sömuleiðis aukinn verulega. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin vinna nú sameiginlega að útfærslu á samstarfi ríkis og sauðfjárbænda um loftslagsvænni landbúnað í samstarfi við greinina og innan þess munu bændur geta unnið að samdrætti í losun frá búrekstri sínum og aukið kolefnisbindingu. Verkefni á borð við Hekluskóga, Hólasand og Þorláksskóga verða efld til muna og nýjum verkefnum sem hafa endurheimt vistkerfa að markmiði verður hrundið af stað í samstarfi við sveitarfélög, landeigendur, samtök og fyrirtæki. Að auki verður stuðningur við frjáls félagasamtök aukinn en þau hafa í gegnum tíðina átt frumkvæði að fjölbreyttum landbótaverkefnum víða um land, meðal annars með áherslu á fræðslu og starf sjálfboðaliða. Ný heildarlög um landgræðslu og ný heildarlög um skóga og skógrækt voru samþykkt á nýafstöðnu þingi. Lögin munu gegna mikilvægu hlutverki í því starfi sem fram undan er hér á landi við að auka bindingu í jarðvegi og fjölbreyttum gróðri og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landsáætlanir í landgræðslu og skógrækt verða meðal annars unnar, auk þess sem sett verða viðmið um sjálfbæra landnýtingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Alls mældust 37 dagar í röð án úrkomu í Stykkishólmi frá því í lok maí og langt fram í júní. Í Reykjavík voru sólskinsstundir mun fleiri en í meðalári. 2. júlí 2019 11:35 Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til að binda kolefni og stöðva losun þess frá framræstu votlendi. Áætlað er að umfang landgræðslu og skógræktar verði tvöfaldað og endurheimt votlendis verði aukin til muna næstu fjögur árin. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að áætlað sé að árlegur „loftslagsávinningur“ af kolefnisbindingu og endurheimt votlendis verði um 50% meiri árið 2030 frá því sem nú er með aðgerðunum sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynntu. Ávinningurinn á að aukast um 110% árið 2050 og nema um 2,1 milljón tonna af koltvísýringi sem verða bundin eða komið verður í veg fyrir að verði losuð. Á milli 2018 til 2022 er áætlað að árlegt umfang landgræðslu tvöfaldist með aðgerðum um allt landið. Einnig er gert ráð fyrir að umfang skógræktar tvöfaldist á sama tíma. Gengið verður út frá því að árlegt umfang endurheimtar votlendis aukist úr um 45 hektara að meðaltali í um 500 hektara árið 2022. Lögð verður áhersla á aðgerðir sem beinast að landi þar sem kolefni tapast úr jarðvegi. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2019 til 2023 er gert ráð fyrir að 2,1 milljarði króna verði varið í verkefni til að auka kolefnisbindingu og draga úr losun frá landi. Auk kolefnisbindingar er aðgerðunum ætlað að vinna gegn landhnignun og efla líffræðilega fjölbreytni með endurheimt vistkerfa, svo sem votlendis, birkiskóga og víðikjarrs og fjölbreyttri skógrækt.Aðgerðirnar halda meira en 400.000 tonnum af koltvísýringi frá andrúmsloftinu Í skýrslu um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála sem gefin var út í dag kemur fram að aðgerðirnar eigi að hjálpa íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu til 2030 og að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Saman eiga aukin kolefnisbinding og stöðvun losunar frá landi að auka það magn sem haldið er frá andrúmslofti jarðar úr 770 þúsund tonnum koltvísýringsígilda í 1.140 þúsund tonn á ári árið 2030. Árið 2040 á að hafa tekist að binda og koma í veg fyrir losun á 1.630 þúsund tonnum og 2.090 þúsund tonnum árið 2050. Kolefnisbinding eigi að halda áfram að aukast eftir það. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi 4.755 þúsund tonn koltvísýringsígilda árið 2017. Þar af var losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 2.900 tonn. Það ár voru 258 þúsund tonn bundin með skógrækt og 255 þúsund tonn með landgræðslu. Forsendur aðgerðanna eru að árleg binding kolefnis sé 2,5 tonn koltvísýringsígilda á hektara með landgræðslu og tíu tonn með skógrækt. Með endurheimt votlendis sé dregið úr losun frá landi um tuttugu tonn koltvísýringsígilda. Auknu aðgerðirnar eiga að skila því að 5.000 tonn koltvísýringsígilda til viðbótar verði bundin eða ekki losuð frá landi á þessu ári. Það eru tæp 0,2% af losun ársins 2017 sem var á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Árið 2022 eiga 70.000 tonn að hafa bæst við ávinning af skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.Guðmundur Ingi heldur á lofti skýrslu stjórnvalda um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála.Vísir/VilhelmStyrkja frekari rannsóknir á áhrifum votlendis Í skógrækt er gert ráð fyrir að umfang helstu verkefna aukist úr um 1.100 hekturum á ári í 2.300 hektara árið 2022. Það á að skila kolefnisbindingu sem samsvarar um 33.000 tonnum koltvísýringsígilda. Í landgræðslu á að rækta upp 12.000 hektara á ári á tímabilinu 2019 til 2022, helmingi meira en þeir 6.000 hektarar sem voru græddir í fyrra. Aukningin á að samsvara 27.000 tonnum af kolefnisbindingu. Viðurkennt er í skýrslunni að rannsóknir á áhrifum þurrkunar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda sé skemmra á veg komnar en rannsóknar á kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri með skógrækt og landgræðslu. Ríkisstjórnin boðar stuðning við auknar rannsóknar til að afla frekari grunnþekkingar á endurheimt votlendis á næstu árum. Bændur og félagasamtök taki þátt Áformin sem kynnt voru í dag miða við að árlegt umfang í verkefninu Skógrækt á lögbýlum tvöfaldist á árunum 2018-2022 og að umfang verkefnisins „Bændur græða landið“ ríflega þrefaldist. Stuðningur úr Landbótasjóði Landgræðslunnar verður sömuleiðis aukinn verulega. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin vinna nú sameiginlega að útfærslu á samstarfi ríkis og sauðfjárbænda um loftslagsvænni landbúnað í samstarfi við greinina og innan þess munu bændur geta unnið að samdrætti í losun frá búrekstri sínum og aukið kolefnisbindingu. Verkefni á borð við Hekluskóga, Hólasand og Þorláksskóga verða efld til muna og nýjum verkefnum sem hafa endurheimt vistkerfa að markmiði verður hrundið af stað í samstarfi við sveitarfélög, landeigendur, samtök og fyrirtæki. Að auki verður stuðningur við frjáls félagasamtök aukinn en þau hafa í gegnum tíðina átt frumkvæði að fjölbreyttum landbótaverkefnum víða um land, meðal annars með áherslu á fræðslu og starf sjálfboðaliða. Ný heildarlög um landgræðslu og ný heildarlög um skóga og skógrækt voru samþykkt á nýafstöðnu þingi. Lögin munu gegna mikilvægu hlutverki í því starfi sem fram undan er hér á landi við að auka bindingu í jarðvegi og fjölbreyttum gróðri og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landsáætlanir í landgræðslu og skógrækt verða meðal annars unnar, auk þess sem sett verða viðmið um sjálfbæra landnýtingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Alls mældust 37 dagar í röð án úrkomu í Stykkishólmi frá því í lok maí og langt fram í júní. Í Reykjavík voru sólskinsstundir mun fleiri en í meðalári. 2. júlí 2019 11:35 Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Alls mældust 37 dagar í röð án úrkomu í Stykkishólmi frá því í lok maí og langt fram í júní. Í Reykjavík voru sólskinsstundir mun fleiri en í meðalári. 2. júlí 2019 11:35
Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. 30. júní 2019 16:17