Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:30 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent